Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að S��ttm��li um st����ugleika - 661 svör fundust
Niðurstöður

Hversu mikið af regluverki ESB hefur verið innleitt í EES-landinu Íslandi í samanburði við ESB-landið Svíþjóð?

Á grunni EES-samningsins hefur Ísland fært regluverk sitt að regluverki Evrópusambandsins. Hlutfall þeirrar löggjafar sem Ísland tekur upp í gegnum samninginn er umdeilt og hafa verið nefndar mjög misháar tölur í því sambandi. Í Svíþjóð er áætlað að 80% af öllum reglum sambandsins hafi verið innleiddar í sænska lö...

Nákvæmlega hverju breytir Lissabon-sáttmálinn um áhrif smáríkja innan ráðs ESB á næstu árum?

Aðferðir við töku ákvarðana, vægi atkvæða og reglur um aukinn meirihluta hafa alla tíð verið mjög til umræðu í ESB, ekki síst síðastliðin 10-15 ár eftir að menn sáu fram á verulega stækkun sambandsins. Flest nýju ríkin teljast til smáríkja og því hefur staða slíkra ríkja oft verið í brennipunkti umræðunnar. Mögule...

Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin?

Heimsálfurnar eru sjö talsins samkvæmt þekkingu nútímans: Afríka, Asía, Ástralía, Evrópa, Norður-Ameríka, Suður-Ameríka og Suðurskautslandið. Nöfnin Afríka, Asía og Evrópa eru forn og uppruni þeirra ekki fullljós. Hin nöfnin eru nýrri og eiga sér nokkuð skýran uppruna. *** Hér er einnig að finna svar við spu...

Hvað merkir orðið Evrópa?

Evrópa er grískt orð sem merkir breiða ásjónu eða andlit en hugtakið á rætur í grískri orðræðu á fornöld. Elsta dæmið um notkun þess sem sérnafns mun vera á læk sem var við véfréttina í Dodona í Epírus, en finna má örnefni skyld því víða á meginlandi Grikklands.1 Ætla má að upphaflega hafi Evrópa verið gyðja í trú...

Hvað er efnahagslegur samruni?

Efnahagslegur samruni (e. economic integration) er ferli til vaxandi samstarfs milli þjóðríkja í viðskiptum og efnahagsmálum. Þetta ferli er misjafnlega langt á veg komið í hinum ýmsu samtökum, meðal annars eftir því hvað þjóðríkin sem taka þátt í samrunanum kjósa að bindast nánum böndum. Markmiðið með efnahagsleg...

Hvað er ráð Evrópusambandsins?

Ráð Evrópusambandsins (e. Council of the European Union, einnig kallað ráðherraráðið (e. Council of Ministers) eða ráðið (e. Council)) fer með löggjafarvald í sambandinu ásamt Evrópuþinginu og samræmir stefnu og aðgerðir aðildarríkjanna í fjölmörgum málaflokkum. Ráðið hefur aðsetur í Brussel þar sem það fundar reg...

Hvað eru Maastricht-skilyrðin?

Maastricht-skilyrðin (e. Maastricht criteria, formlega kölluð convergence criteria eða viðmiðanir um samleitni) eru skilyrðin sem ríki þarf að fullnægja til að geta tekið upp evru sem gjaldmiðil. Þau voru innleidd með Maastricht-sáttmálanum árið 1992. Efnahagsleg samleitni er talin nauðsynleg forsenda þess að u...

Um Evrópuvefinn

Evrópuvefurinn Dunhaga 5 107 Reykjavík Netfang: evropuvefur[hjá]hi.is Sími: 525 4765 Ritstjóri: Þórhildur Hagalín, Evrópufræðingur (thorhh[hjá]hi.is). Framkvæmdastjóri: Jón Gunnar Þorsteins...

Hvar get ég séð hvort og hvernig tiltekin ESB-gerð hafi tekið gildi á Íslandi?

Upprunalega barst Evrópuvefnum eftirfarandi spurning: Hefur tilskipun 2009/158 tekið gildi á Íslandi og þá hvenær? Er til íslensk þýðing á þeirri tilskipun eða er hún væntanleg? Á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið ber íslenskum stjórnvöldum að taka upp í íslensk lög þann hluta reglna Evrópusa...

Hvaða fornu heimildir segja frá goðsögunni um Evrópu?

Vísað er til goðsagnar um Evrópu í elstu varðveittu hetjuljóðum Grikkja, sem eignuð eru hinum fornu höfuðskáldum Hómer og Hesíodosi.[1] Í varðveittu kvæði um uppruna guðanna telur Hesíodos Evrópu meðal afkvæma guðsins Okeanosar.[2] Þau voru sett skör lægra en Ólympsguðir í stigveldi grískrar goðafræði. Þessi hugmy...

Hversu langt á Tyrkland í land með að uppfylla inngönguskilyrði ESB?

Tyrkland á töluvert langt í land með að uppfylla þau skilyrði sem Evrópusambandið setur fyrir inngöngu. Það er í höndum tyrkneskra yfirvalda hvenær þeim umbótum lýkur sem nauðsynlegar eru. Stefna ríkisins frá árinu 2007 hefur verið að Tyrkland muni uppfylla kröfur sambandsins varðandi lagalega innviði, reglur, lög...

Hvað eru Kaupmannahafnarviðmið?

Til þess að geta orðið aðili að ESB þurfa umsóknarríki að uppfylla svokölluð Kaupmannahafnarviðmið (e. Copenhagen criteria). Þau eru:stöðugt stjórnarfar og stofnanir, sem tryggja lýðræði, réttarríki, mannréttindi og vernd minnihlutahópa;virkt markaðshagkerfi, sem hefur burði til að takast á við þá samkeppni, sem f...

Hvaða land eða lönd eiga Suðurskautslandið?

Suðurskautslandið er í raun heimsálfa án eiganda því það tilheyrir engu ríki. Það þýðir þó ekki að enginn vilji eiga það. Sjö þjóðir hafa gert tilkall til yfirráða yfir ákveðnum landsvæðum Suðurskautslandsins, það eru Argentína, Ástralía, Bretland, Síle, Frakkland, Nýja-Sjáland og Noregur. Árið 1959 var undirr...

Hver er stefna ESB í sambandi við launamun kynjanna?

Reglan um sömu laun fyrir sömu vinnu er ein af grundvallarreglum Evrópusambandsins og nær aftur til ársins 1957 þegar hún varð hluti af Rómarsáttmálanum. Allt frá því reglan var staðfest fyrir dómstól Evrópusambandsins á áttunda áratug síðustu aldar (mál 43/75) og fyrsta tilskipunin um launajafnrétti kynjanna (nr....

Getið þið útskýrt fyrir mér hvernig landsþingin fjögur í Bretlandi virka?

Hið sameinaða konungsríki Stóra-Bretlands og Norður-Írlands, hér eftir nefnt Bretland, samanstendur af Englandi, Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi. Breska þingið, sem staðsett er í Westminster-þinghúsinu í London, setur ríkinu lög og ákveður skatta og álögur. Þingið starfar í tveimur deildum og skiptist í neðri d...

Leita aftur: