Spurning

Kaupmannahafnarviðmið

Spyrjandi

Evrópuvefur

Svar

Til þess að geta orðið aðili að ESB þurfa umsóknarríki að uppfylla svokölluð Kaupmannahafnarviðmið (e. Copenhagen criteria). Þau eru:
  • stöðugt stjórnarfar og stofnanir, sem tryggja lýðræði, réttarríki, mannréttindi og vernd minnihlutahópa;
  • virkt markaðshagkerfi, sem hefur burði til að takast á við þá samkeppni, sem fylgir þátttöku á innri markaði ESB;
  • geta og vilji til að samþykkja og innleiða regluverk ESB og grundvallarmarkmið sambandsins í stjórnmálum og efnahagsmálum.

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur15.12.2011

Tilvísun

Evrópuvefur. „Kaupmannahafnarviðmið“. Evrópuvefurinn 15.12.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=61460. (Skoðað 12.10.2024).

Höfundur

Evrópuvefur

Við þetta svar er engin athugasemd Fela