Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að lækkun launa - 28 svör fundust
Niðurstöður

Hvað á Krugman við þegar hann segir í nýlegri grein að 'það að festa gengi krónunnar við gengi evru hefði ekki hjálpað við að draga úr skuldavandanum og hefði valdið mun meira atvinnuleysi'?

Krugman á líklega við að gengisfelling krónunnar hafi viðhaldið tekjum íslenskra heimila betur, miðað við skuldabyrði þeirra, heldur en ef krónan hefði verið á fastgengi við evruna. Gengisfelling krónunnar hafi þannig stuðlað að því að hægt var að koma í veg fyrir skuldahjöðnun og enn meiri efnahagsvanda á Íslandi...

Hvernig mundi verðbólga hafa áhrif á íslenskan efnahag ef Ísland væri aðili að ESB og notaði evru í stað krónu?

Áhrifin af verðbólgu yrðu í raun svipuð þeim sem nú eru til staðar með krónuna sem gjaldmiðil. Hins vegar yrði líklega erfiðara að mæta þeim áhrifum ef Íslendingar hefðu ekki lengur yfir eigin gjaldmiðli að ráða. Einmitt þess vegna er mikilvægt að verðbólga á Íslandi lækki, í sögulegu samhengi séð, gefi Íslendinga...

Hvers vegna lækka verðtryggð lán ekki þegar verðbólga lækkar?

Verðtryggð lán á Íslandi hækka í takti við vísitölu neysluverðs. Sé verðbólga mikil þá hækkar vísitalan hratt og þá lánin líka. Sé verðbólga lítil þá hækkar vísitalan hægt og lánin sömuleiðis. Lánin geta líka lækkað vegna verðtryggingar en til þess að það gerist þá er ekki nóg að verðbólga minnki eða lækki, verðla...

Ef Ísland yrði hluti af ESB yrðu íslensk stjórnvöld þá neydd til að lækka virðisaukaskatt svo að íslensk verslun stæðist samkeppni frá öðrum Evrópuríkjum?

Engar reglur eru til í Evrópusambandinu sem kveða á um hámarkshlutfall virðisaukaskatts (VSK). Íslenskum stjórnvöldum yrði því ekki gert að lækka hlutfall innlends virðisaukaskatts við aðild að Evrópusambandinu. Töluverð samræming hefur þó átt sér stað milli aðildarríkja ESB á sviði virðisaukaskatts, meðal annars ...

Munu laun almennings lækka í samræmi við laun í Evrópu ef evran verður tekin upp á Íslandi?

Laun á Íslandi hafa þegar lækkað niður að því sem gengur og gerist í Evrópu. Rannsóknum á því hvort upptaka evru hefur leitt til minnkandi launamunar á evrusvæðinu ber ekki saman. Ýmislegt bendir til þess að nafnlaunamunur sé að jafnast út en meiri vafi er um hvort það gildi einnig um raunlaun. *** Laun í E...

Í Morgunblaðinu birtist nýlega frétt um að Evrópusambandið hefði bannað ensku fyrirtæki að greiða hærra tímakaup en lágmarkslaun. Er þetta rétt?

Eftir því sem Evrópuvefurinn kemst næst er frétt Morgunblaðsins að mestu rétt. Á hinn bóginn er ekki alveg rétt farið með efni hennar í spurningunni hér að ofan. Þannig hafa engar fréttir verið sagðar af því að Evrópusambandið hafi bannað ensku fyrirtæki að greiða hærra tímakaup en lágmarkslaun heldur hafi bresk s...

Hver eru laun æðstu embættismanna ESB?

Launatafla embættismanna Evrópusambandsins myndar grunninn að útreikningi launa æðstu embættismanna. Þannig eru grunnmánaðarlaun forseta framkvæmdastjórnarinnar (José Manuel Barroso), forseta leiðtogaráðsins (Hermans Van Rompuy) og forseta dómstóls Evrópusambandsins (Vassilios Skouris) skilgreind sem 138% af mánað...

Hagkvæmt myntsvæði

Hugtakið hagkvæmt myntsvæði (e. optimum currency area, OCA) er notað í kenningum hagfræðinga um það hvenær myntsamstarf ríkja borgar sig og hvenær ekki. Það á rætur að rekja til Roberts Mundell (1961), nóbelsverðlaunahafa í hagfræði. Hagkvæmt myntsvæði er svæði þar sem það hámarkar efnahagslega hagkvæmni svæði...

Samstarfsráð Arabaríkjanna við Persaflóa

Samstarfsráði Arabaríkjanna við Persaflóa (e. Co-Operation Council for the Arab States of the Gulf, CCASG) eða „Flóaráðinu“ eins og það er yfirleitt kallað var komið á fót árið 1981. Aðildarríki ráðsins eru Sameinuðu arabísku furstadæmin, Konungsríkið Barein, Konungsríkið Sádi-Arabía, Soldánsveldið Óman, Katar og ...

Hvaða áhrif hefur verðbólga í framtíðinni á þann sem kaupir fasteign á lánum?

Verðbólga hefur ýmiss konar áhrif á þá sem taka lán til húsnæðiskaupa. Langtímalán vegna húsnæðiskaupa eru undantekningalítið verðtryggð á Íslandi. Því hefur verðbólga bein áhrif á þann fjölda króna sem greiða þarf í afborganir og vexti af húsnæðislánum í mánuði hverjum. Húsnæðislán eru verðtryggð miðað við vísitö...

Hvort landið er líklegra til að fara í greiðsluþrot, Ísland eða Grikkland?

Þegar rætt er um greiðsluþrot lands er jafnan átt við það þegar skuldir ríkissjóðs viðkomandi lands fást ekki greiddar að fullu. Mörgum er enn í fersku minni þegar ríkisstjórn Argentínu lýsti því yfir í desember 2001 að hún gæti ekki staðið við lánaskuldbindingar ríkisins og leiddi þetta til stærsta greiðsluþrots ...

Hvaða áhrif hefðu lægri vextir með tilkomu evru á greiðslubyrði húsnæðislána til lengri tíma? Hvaða líkur eru á að lægri vextir hækki húsnæðisverð?

Svörin við þessum spurningum velta á fjölmörgum þáttum. Í fyrsta lagi er algerlega óvíst hversu mikið evruupptaka ein og sér mundi lækka vexti á Íslandi. Í öðru lagi fer greiðslubyrði af lánum ekki eingöngu eftir því hvað þau bera háa vexti heldur einnig lánsupphæð og lánstíma, að ógleymdri verðtryggingunni. Í þri...

Evrópska nágrannastefnan

Evrópsku nágrannastefnunni (e. European Neighbourhood Policy) var komið á fót í kjölfar stækkunar Evrópusambandsins árið 2004. Hún á að varna því að bilið milli hins stækkaða sambands og nýju nágrannaríkjanna í austri og suðri breikki. Stefnunni er ætlað að styrkja tengslin milli Evrópusambandsins og 16 nánustu ná...

Hversu hár er tollur ESB á vörur frá Bandaríkjunum og hve mikið mundu þær hækka hlutfallslega í verði ef Ísland gengi í ESB?

Tollur sem Evrópusambandið leggur á vörur frá Bandaríkjunum er mishár eftir því um hvaða vörur ræðir. Þannig er lagður 15% tollur á ávaxtasafa en enginn tollur á snyrtivörur. Aðild Íslands að ESB og upptaka sameiginlegrar tollskrár sambandsins hefði ýmist í för með sér hækkun eða lækkun tolltaxta á innfluttar vöru...

Hver yrði árlegur kostnaður Íslands við aðild að ESB?

Beint framlag íslenska ríkisins til Evrópusambandsins eftir hugsanlega aðild að sambandinu yrði að öllum líkindum á bilinu 13-15 milljarðar íslenskra króna árlega. Erfitt er að meta hversu mikið Ísland fengi til baka í formi styrkja; það veltur aðallega á niðurstöðum aðildarviðræðna en einnig á frumkvæði Íslending...

  • Síða nr. 1 2

Leita aftur: