Spurning
Er það rétt að Evrópusambandið standi í vegi fyrir 20% endurgreiðslu fyrir kvikmyndaframleiðslu?
Spyrjandi
Valur Zophoníasson
Svar
Í stuttu máli er svarið nei. Endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu er vinsæl aðferð úti í heimi til að laða að erlenda framleiðendur, meðal annars í ríkjum Evrópusambandsins. Endurgreiðslur sem þessar eru ríkisaðstoð. Almennt séð er ríkisaðstoð talin geta raskað samkeppni á markaðnum en í sumum tilfellum þykir hún nauðsynlegur þáttur í að viðhalda sanngjörnu og skilvirku hagkerfi. Ríkisaðstoð vegna kvikmyndaframleiðslu hefur hingað til verið leyfileg á EES-svæðinu innan ákveðinna marka. Eftirlit með ríkisaðstoð er strangt og til að mynda þurfa breytingar sem kunna að vera gerðar á lögum um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi að hljóta samþykki Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA).- Ríkisaðstoð: Breytingar á aðstoðarkerfi vegna kvikmyndagerðar á Íslandi | State Aid | Press Releases | Press & Publications | EFTA Surveillance Authority (Skoðað 22.7.2013)
- EUROPA - PRESS RELEASES - Press Relase - State aid: Commission consults on new film support rules (Skoðað 22.7.2013)
- PR(09)43: The Authority approves amendment to the Icelandic support scheme for film making (Skoðað 22.7.2013)
- þskj. 577 # nál. brtt. meiri hluta av, 140. lþ. 306. mál: #A tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi # (framlenging gildistíma laganna) frv. 158/2011 (Skoðað 23.7.2013)
- Viðskiptablaðið - Baltasar: Fjárhagsforsendur skipta meira máli en tíska (skoðað 25.7.2013)
- Game of Thrones cast | Flickr - Photo Sharing! (Sótt 25.7.2013)
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur26.7.2013
Tilvísun
Lena Mjöll Markusdóttir. „Er það rétt að Evrópusambandið standi í vegi fyrir 20% endurgreiðslu fyrir kvikmyndaframleiðslu?“. Evrópuvefurinn 26.7.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65497. (Skoðað 9.12.2024).
Höfundur
Lena Mjöll Markusdóttirlaganemi og verkefnastjóri á Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hver er stefna ESB varðandi ríkisstyrki til einkafyrirtækja?
- Hvaða mál um brot íslenskra stjórnvalda á ríkisaðstoðarreglum EES eru nú til skoðunar hjá eftirlitsstofnun EFTA?
- Er samræmd stefna í skattamálum innan ESB?
- Er ríkisaðstoð til skógræktar leyfileg innan ESB?
- Er ríkisaðstoð til sjávarútvegs leyfileg innan ESB?
- Er ríkisaðstoð til landbúnaðar leyfileg innan ESB?
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela