Um hvað snýst endurskoðunin á sjávarútvegsstefnu ESB sem nú stendur yfir?
Spyrjandi
Hrafn Arnarson
Svar
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur nýlega sett fram tillögur um endurskoðun á sjávarútvegsstefnu sambandsins. Í stuttu máli snúast þessar umbótahugmyndir um vistkerfishugsun, sjálfbærni, bann við brottkasti, kvótakerfi sem miðist við veiddan fisk en ekki landaðan eins og nú er, framseljanlegan kvóta innan aðildarríkis, stuðning við minni skip og strandveiðar, eflingu fiskeldis, aukna öflun og nýtingu gagna, svæðavæðingu, gagnsæjan og stöðugan markað með meiri samkeppni, gæðastöðlun og rekjanleika, betra styrkjakerfi og aukna ábyrgð í samningum við önnur ríki.- Langtímastefnumörkun í stjórn á vistkerfum sjávar með áherslu á vistkerfishugsun og sjálfbærni.
- Bann við brottkasti, kvótakerfi miðist við veiddan fisk en ekki löndunarmagn eins og nú er, og þetta leiði meðal annars til betri gagna um veiði.
- Arðbærari fiskveiðar, kvóti verði framseljanlegur innan aðildarríkis.
- Stuðningur við minni skip, minni útgerðir, og strandveiðar.
- Þróun á sjálfbærri fiskeldisframleiðslu.
- Bætt sérfræðiþekking í greininni, aukin gagnaöflun og rannsóknir, betri nýting á gögnum í samvinnu milli stjórnvalda og atvinnugreinarinnar.
- Dreifing valds frá Brussel til þeirra aðildarríkja eða aðila sem hafa hag af greininni, með öðrum orðum svæðavæðing (e. regionalisation).
- Nýtt markaðsskipulag með meiri samkeppni, gagnsæi markaða, jafnari aðstöðu framleiðenda og afurða, stöðugri mörkuðum, betri merkingum, gæðastöðlum og rekjanleika.
- Endurbætur á styrkjakerfinu með auknu tilliti til sjálfbærni og hegðunar styrkþega, og með nýjum fiskveiðisjóði.
- Ábyrgð tekin á ofveiðum í samningum við þriðjulönd um viðskipti með sjávarafurðir.
- Álit meirihluta utanríkismálanefndar með þingsályktunartillögu um að fela ríkisstjórn að sækja um aðild að Evrópusambandinu
- ESB: Fréttatilkynning frá 13. júlí 2011 – Questions and Answers on the reform of the Common Fisheries Policy
- Framkvæmdastjórn ESB: Reform of the Common Fisheries Policy – Green Paper
- Framkvæmdastjórn ESB: Commission staff working paper: Impact assessment
- Heimasíða framkvæmdastjórnar ESB: Comments by Iceland regarding the Green Paper on the Reform of the EU Common Fisheries Policy
- Hildur Ýr Viðarsdóttir: Uppfærsla á ritinu Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins.
- Framkvæmdastjórn ESB: Comments by Iceland regarding the Green Paper on the Reform of the EU Common Fisheries Policy
- Landssamband íslenskra útvegsmanna: Afstaða LÍÚ til Evrópusambandsins og sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar
- Óttar Pálsson og Stefán Már Stefánsson: Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins: Þróun, samanburður og staða Íslands
- Úlfar Hauksson, 2002. Gert út frá Brussel Reykjavík: Háskólaútgáfan
- Mynd sótt 29.7.2011 á heimasíðu Evrópuþingsins
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur29.7.2011
Flokkun:
Efnisorð
sjávarútvegur sjávarútvegsstefna ESB Common Fisheries Policy CFP Grænbók vistkerfishugsun sjálfbærni brottkast kvótakerfi kvótaframsal strandveiðar fiskeldi svæðavæðing gagnsæi samkeppni gæðastöðlun rekjanleiki styrkjakerfi
Tilvísun
Jóna Sólveig Elínardóttir. „Um hvað snýst endurskoðunin á sjávarútvegsstefnu ESB sem nú stendur yfir?“. Evrópuvefurinn 29.7.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60369. (Skoðað 4.10.2024).
Höfundur
Jóna Sólveig Elínardóttiralþjóðastjórnmálafræðingur