Innri markaður (e. internal market, single market) Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins (EES) grundvallast á reglunum um fjórfrelsið eða hið fjórþætta frelsi (e. the four freedoms), sem er hugtak sem vísar til frjáls flæðis vöru, launþega, þjónustu og fjármagns.
Stofnun innri markaðarins átti sér l...
Spurningunni um hver afdrif íslensk sjávarútvegs yrðu ef Ísland gerðist aðili að Evrópusambandinu er ekki hægt að svara með fullri vissu að svo stöddu. Enn er unnið að mótun samningsmarkmiða Íslands í sjávarútvegsmálum fyrir aðildarviðræður Íslands við ESB og viðræður um þennan kafla eru ekki hafnar. Endanlegt sva...
Skipting þurrlendis jarðar í heimsálfur er ekki náttúrulögmál heldur eingöngu hugmyndir manna sem hafa þróast öldum saman og tekið breytingum í takt við breytingar á heimsmyndinni. Eins og með önnur mannanna verk er þessi skipting langt frá því að vera óumdeild. Það er ekki aðeins deilt um það hvar mörk á milli he...
Evrópusambandið hefur fullar valdheimildir á sviði sameiginlegrar viðskiptastefnu sambandsins. Stofnanir sambandsins fara því alfarið með framkvæmd viðskiptastefnunnar og sjá um viðskiptasamninga við ríki eða ríkjahópa utan ESB. Með aðild að ESB fengi Ísland aðild að þessum stofnunum og því mætti segja að Ísland y...
Til þess að alþjóðastofnun eins og Evrópusambandið geti gerst aðili að alþjóðlegum samningi þarf hún að hafa aðildarhæfi (rétthæfi), það er hún þarf að geta notið réttinda og borið skyldur að þjóðarétti á sjálfstæðan hátt. Evrópusambandið hefur uppfyllt þessi skilyrði frá því árið 2009, þegar Lissabon-breytingarna...
Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru þetta tíu vinsælustu svör septembermánaðar árið 2013 á Evrópuvefnum:
Í reglum ESB um aðild nýrra ríkja stendur feitletrað að ekki sé hægt að semja um lög og reglur sambandsins heldur sé aðeins verið að fara yfir hvernig og hvenær umsóknarríkið muni aðlaga sig að reglum samban...
Erfitt er að vita fyrir víst hvort einhver einstök Evrópulönd hafi verið eða séu opinberlega mótfallin aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Móttökur aðildarríkja ESB við umsókn Íslands voru almennt jákvæðar þrátt fyrir deilur Íslands við tiltekin aðildarríki um makrílveiðar og Icesave-reikningana. Þó er vita...
Umsóknarríki (e. candidate country) að Evrópusambandinu eru þau ríki sem sótt hafa um aðild að sambandinu og uppfylla svokölluð Kaupmannahafnarviðmið. Ríki verður formlega umsóknarríki þegar umsókn um aðild að ESB hefur verið samþykkt af leiðtogaráðinu á grundvelli tilmæla frá framkvæmdastjórninni.
Þegar þetta ...
Evrópusambandið og aðildarríkin fara sameiginlega með valdheimildir í orkumálum, sbr. 4. grein sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins (SSE), en valdmörkin eru nánar skilgreind í 194. grein SSE. Þar er kveðið á um að Evrópuþingið og ráðið skuli ákveða nauðsynlegar ráðstafanir til að ná markmiðum orkustefnu sam...
Reglan um sömu laun fyrir sömu vinnu er ein af grundvallarreglum Evrópusambandsins og nær aftur til ársins 1957 þegar hún varð hluti af Rómarsáttmálanum. Allt frá því reglan var staðfest fyrir dómstól Evrópusambandsins á áttunda áratug síðustu aldar (mál 43/75) og fyrsta tilskipunin um launajafnrétti kynjanna (nr....
Óhætt er að fullyrða að Evrópusambandið er einstætt ríkjasamband og að því leyti er það tæplega sambærilegt við nokkuð annað sögulegt fyrirbæri eða „kerfi í sögunni“. Það sem einkennir sambandið er annars vegar að það er samband fullvalda þjóðríkja, sem halda fast í táknræn gildi þjóðríkisins – það er þau rækta ti...
Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið var undirritaður í Portúgal árið 1992 og gekk í gildi 1. janúar 1994. Aðilar að samningnum eru annars vegar EFTA/EES-ríkin Ísland, Liechtenstein og Noregur og hins vegar aðildarríki Evrópusambandsins.
Samningurinn skiptist í meginmál (129 greinar), 49 bókanir og 22 viðau...
Árið 2011 töldust ríki Evrópu vera 44 auk sex ríkja sem tilheyra álfunni að hluta til eða tengjast henni í gegnum evrópska samvinnu. Um þetta má lesa í svari við spurningunni Hvaða lönd teljast til Evrópu? Sú ríkjaskipum sem sést á Evrópukortinu eins og við þekkjum það í dag er þó nokkuð frábrugðin því sem áður va...
Í janúar árið 1999 hófst þriðji og síðasti áfangi efnahags- og myntbandalagsins með formlegum hætti. Sameiginlegur gjaldmiðill, evran (€), var þá tekinn upp sem opinber gjaldmiðill í þeim ríkjum ESB sem uppfylltu svonefnd Maastricht-skilyrði. Leiðin sem farin var við upptöku evrunnar, Madríd-leiðin, dregur nafn si...
Catherine Ashton gegnir hlutverki æðsta fulltrúa Evrópusambandsins í utanríkis- og öryggismálum (e. High Representative of the Union for Foreign Affairs and Security Policy, HR). Hún er þess vegna eins konar utanríkisráðherra Evrópusambandsins. Embættið var fyrst kynnt til sögunnar í Amsterdam-sáttmálanum árið 199...