Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að frávik - 10 svör fundust
Niðurstöður

Um hvað snýst umræðan um áhrif ESB-aðildar á sjávarútvegsstefnu Íslands?

Umræðan um áhrif Evrópusambandsaðildar á sjávarútvegsstefnu Íslendinga snýst um sjö meginatriði: fullveldisrétt yfir ákvörðunum um veiðiheimildir, möguleg frávik Íslendinga frá sjávarútvegsstefnu ESB, fullt forræði yfir fiskimiðum Íslands, kvótahopp, ríkisstyrki, og ákvarðanatöku og stefnumótun á sviði sjávarútveg...

Hvað tekur okkur langan tíma að fá evru ef aðild að ESB væri samþykkt?

Evran var innleidd í 12 aðildarríkjum ESB á árunum 1999-2002 eftir 10-15 ára undirbúning. Hjá þeim aðildarríkjum sem hafa bæst við síðan hefur aðlögunarferlið styst tekið rúm tvö ár en sum önnur ríki uppfylla enn ekki skilyrðin, sjö árum eftir inngöngu í sambandið. Ísland fullnægir ekki þátttökuskilyrðum Myntbanda...

Hver eru markmið Íslands á sviði sjávarútvegsmála í aðildarviðræðum við ESB?

Sem stendur er unnið að mótun samningsmarkmiða í sjávarútvegsmálum fyrir aðildarviðræður Íslands við ESB. Helstu áherslur snúa að fullu forræði Íslendinga í stýringu veiða og skiptingu aflaheimilda innan íslenskrar efnahagslögsögu, þar sem byggt verði á ráðgjöf íslenskra vísindamanna; óbreyttu framlagi sjávarútveg...

Eru refa- og minkaveiðar ólöglegar samkvæmt reglum ESB?

Heimskautarefir (Vulpes lagopus, áður Alopex lagopus) eru friðaðir samkvæmt reglum Evrópusambandsins en í löndum sambandsins þar sem refir lifa, Svíþjóð og Finnlandi, eru þeir í útrýmingarhættu. Staða refsins í íslenskri náttúru er allt önnur því að ref hefur fjölgað á Íslandi undanfarna áratugi. Hvergi er hins ve...

Hvers vegna hafa endurskoðendur ESB ekki viljað undirrita bókhald sambandsins?

Endurskoðunarréttur Evrópusambandsins ber ábyrgð á endurskoðun á reikningum ESB. Með Maastricht-sáttmálanum frá árinu 1992 var réttinum gert að láta Evrópuþinginu og ráðinu í té sérstaka yfirlýsingu um að reikningar væru réttir og að þau viðskipti, sem að baki þeim byggju, væru lögmæt og rétt að formi til. Í þeim...

Eru til dæmi um varanlegar undanþágur eins og já-sinnar vilja meina að við getum fengið í aðildarviðræðum við ESB?

Til eru nokkur dæmi um að nýju aðildarríki að Evrópusambandinu hafi í aðildarsamningi verið veitt varanleg undanþága frá tiltekinni réttarreglu sambandsins. Dæmin eru fá og vísbendingar eru um að þeim fari fækkandi. Algengara er að komið sé til móts við mikilvæga hagsmuni nýs aðildarríkis með tímabundnum undanþágu...

Hver eru samningsmarkmið Íslands varðandi heimskautarefinn í viðræðunum við ESB?

Markmið Íslands varðandi heimskautarefinn, í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið, er að hann verði undanþeginn friðun og að hér verði áfram heimilt að setja reglur um stjórnun nýtingar og veiða á dýrum úr íslenskum stofnum heimskautarefsins. Samningskaflinn um umhverfismál, sem reglur sambandsins um verndun vill...

Hvaða varanlegu undanþágur frá núgildandi sáttmálum, lögum og reglum og lögum sem kunna að vera sett í framtíðinni fékk Króatía í aðildarsamningi við Evrópusambandið?

Í samningi Króata um aðild að Evrópusambandinu er ekki að finna neitt ákvæði um algjörlega varanlega undanþágu frá sáttmálum, lögum og reglum sambandsins. Samið var um eina sérlausn, vegna sérstakra landafræðilegra aðstæðna í Króatíu, en hún er skilyrðisbundin. Af gögnum málsins verður ekki séð með óyggjandi hætti...

Er það rétt að auglýsingar á borð við „Veljum íslenskt“ verði bannaðar ef við göngum í ESB?

Nei, Evrópusambandið mun ekki banna auglýsingar eins og spyrjandi nefnir. Ástæðan er sú að slíkar auglýsingar á vegum íslenska ríkisins væru nú þegar óheimilar því að þær mundu brjóta gegn reglunni um frjáls vöruviðskipti á Evrópska efnahagssvæðinu, sem Ísland tilheyrir nú þegar. Einkaaðilar eru hins vegar að jafn...

Hversu mikið af heimilaðri veiði á ári hverju fengju togarar ESB að veiða í íslenskri landhelgi gengi Ísland í Evrópusambandið?

Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB veitir öllum aðildarríkjum jafnan aðgang að hafsvæðum sambandsins. Þessi regla sætir þó takmörkunum og veitir ekki jafnan aðgang að veiðum. Ákvarðanir um heildarafla og veiðiheimildir einstakra aðildarríkja eru teknar af landbúnaðar- og sjávarútvegsráðinu á grundvelli reglunnar ...

Leita aftur: