Spurning
Hvað eru mörg konungdæmi í Evrópu?
Spyrjandi
N.N.
Svar
Í Evrópu eru 12 konungdæmi. Þau eru Andorra, Belgía, Bretland, Danmörk, Holland, Liechtenstein, Lúxemborg, Mónakó, Noregur, Spánn, Svíþjóð og Vatíkanið. Í flestum löndunum ber þjóðhöfðinginn titilinn konungur eða drottning, í Lúxemborg nefnist hann stórhertogi, fursti í Mónakó, Liechtenstein og Andorra og svo páfi í Vatíkaninu. Tíu þessara konungdæma eru ríki þar sem embætti þjóðhöfðingja gengur í erfðir. Í Vatíkaninu er þjóðhöfðinginn páfi sem er kjörinn af kardínálum kaþólsku kirkjunnar. Í Andorra eru tveir furstar sem saman gegna hlutverki þjóðhöfðingja; forseti Frakklands og spænski biskupinn af Urgel sem er skipaður af páfanum.- European monarchies | euronews. (Skoðað 24.7.2013).
- Monarchies in Europe - Wikipedia, the free encyclopedia. (Skoðað 24.7.2013).
- State Departments. (Skoðað 25.7.2013).
- European monarchies.svg - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 25.7.2013).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur26.7.2013
Efnisorð
Evrópa konungdæmi konungsstjórn konungur drottning stórhertogi fursti páfi ESB evra Benelux lýðveldi
Tilvísun
Brynhildur Ingimarsdóttir. „Hvað eru mörg konungdæmi í Evrópu?“. Evrópuvefurinn 26.7.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65611. (Skoðað 6.12.2024).
Höfundur
Brynhildur Ingimarsdóttiralþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri á Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela