Hvert verður hlutverk Seðlabanka Íslands ef við göngum í ESB og tökum upp evru? - Myndband
Spyrjandi
Ritstjórn
Svar
Ef Ísland gerðist aðili að Evrópusambandinu og tæki upp evru í kjölfarið mundi Seðlabanki Íslands ekki lengur reka sjálfstæða peningastefnu. Hlutverk seðlabankans yrði að fara með framkvæmd sameiginlegrar peningamálastefnu evrusvæðisins, eftir þeim reglum og ákvörðunum sem teknar eru á vettvangi Seðlabanka Evrópu. Bankastjóri Seðlabanka Íslands mundi reglulega funda með seðlabankastjórum evruríkjanna og eiga sæti í bankaráði Seðlabanka Evrópu þar sem mikilvægustu ákvarðanirnar varðandi peningamálastefnu evrusvæðisins eru teknar. Íslenski seðlabankinn mundi sjá um prentun evruseðla og myntsláttu í samræmi við útreiknaðan hlut Seðlabanka Íslands í heildarhlutafé Seðlabanka Evrópu. Að öðru leyti mundi Seðlabanki Íslands halda áfram að sinna ýmsum verkefnum sem hann sinnir nú þegar, eins og að sjá um almenn peningaviðskipti, vera banki lánastofnana og annast bankaviðskipti ríkissjóðs.Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur16.8.2012
Efnisorð
Seðlabanki Íslands Seðlabanki Evrópu evrusvæði evruríki sameiginleg peningamálastefna hlutafé evra myndband
Tilvísun
Brynhildur Ingimarsdóttir. „Hvert verður hlutverk Seðlabanka Íslands ef við göngum í ESB og tökum upp evru? - Myndband“. Evrópuvefurinn 16.8.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63075. (Skoðað 8.11.2024).
Höfundur
Brynhildur Ingimarsdóttiralþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri á Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hverjir eru helstu eigendur Seðlabanka Evrópu og hvert er hlutverk hans við útgáfu evru?
- Er Seðlabanki Evrópu einkabanki?
- Hvaða Norðurlönd hafa evru sem gjaldmiðil?
- Hvað tekur okkur langan tíma að fá evru ef aðild að ESB væri samþykkt?
- Er hægt að meta áhrif upptöku evru á hagvöxt á Íslandi?
- Hvernig er gjaldmiðli í ESB-ríki skipt út fyrir evru?