Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að e-s��garettur - 316 svör fundust
Niðurstöður

Nýaðferðartilskipanir

Svonefndar nýaðferðartilskipanir (e. New Approach Directives) skilgreina almennar og samræmdar grunnkröfur til öryggis og eiginleika sem tilteknir vöruflokkar þurfa að uppfylla ef heimila á markaðssetningu þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu. Vöruflokkar sem heyra undir nýaðferðartilskipanir eru til dæmis leikföng, ...

Fastanefnd EFTA

Fastanefnd EFTA (e. Standing Committee of the EFTA States) er skipuð sendiherrum EFTA/EES-ríkjanna og er vettvangur pólitískrar umræðu þeirra á milli. Nefndin starfar á grundvelli sérstaks samnings milli EFTA-ríkjanna, en helsta hlutverk hennar er að samræma afstöðu EFTA/EES-ríkjanna gagnvart Evrópusambandinu fyri...

Hvernig bregst ESB við ef ráðist er á eitt ríki í sambandinu, fara þá öll ríkin í stríð?

Evrópusambandið er ekki hernaðarbandalag og fela sáttmálar þess ekki í sér sameiginlega varnarskuldbindingu álíka og 5. grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins um að árás á eitt ríki jafngildi árás á þau öll. Aðildarríki Evrópusambandsins eru því ekki skyldug til að fara í stríð ef ráðist er á eitt aðildarríki...

Sambandsríki

Sambandsríki (e. federation) er ríkjaheild sem hefur að geyma mörg minni ríki eða fylki sem hafa verulega sjálfstjórn í eigin málum samkvæmt sérstökum samningum eða stjórnlögum. Sem dæmi um þetta má nefna Bandaríki Norður-Ameríku, Þýskaland, Belgíu, Rússland, fyrrum Júgóslavíu og fyrrum Sovétríkin. − Hugmynd...

Kaupmannahafnarviðmið

Til þess að geta orðið aðili að ESB þurfa umsóknarríki að uppfylla svokölluð Kaupmannahafnarviðmið (e. Copenhagen criteria). Þau eru:stöðugt stjórnarfar og stofnanir, sem tryggja lýðræði, réttarríki, mannréttindi og vernd minnihlutahópa;virkt markaðshagkerfi, sem hefur burði til að takast á við þá samkeppni, sem f...

Grænbækur ESB

Grænbækur (e. green papers, green books) eru skýrslur framkvæmdastjórnar ESB kallaðar sem er ætlað að örva umræður og hefja samráðsferli innan sambandsins um tiltekið efni. Yfirleitt eru margar hugmyndir settar fram í grænbók og einstaklingum eða samtökum boðið að setja fram sjónarmið og upplýsingar. Stundum kemur...

Hver yrðu áhrif inngöngu Íslands í ESB á verðbólgu?

Áhrifin á verðbólgu af inngöngu í Evrópusambandið eru líklegast hverfandi. Áhugaverða spurningin í því sambandi er hins vegar hvort upptaka evru mundi hafa áhrif. Í sjálfu sér er óvíst hvort evran sem slík hefði beinlínis áhrif en ljóst er að svonefnd Maastricht-skilyrði sem uppfylla verður til að hægt sé að taka ...

Hvaða áhrif hefur ESB haft á réttindi minnihlutahópa?

Auk sáttmála Evrópusambandsins um grundvallarréttindi, þar sem ófrávíkjanleg grundvallarréttindi allra borgara sambandsins eru skilgreind, hefur ESB samþykkt fjölda tilskipana sem miða að því að koma í veg fyrir mismunun. Þar ber helst að nefna kynþáttatilskipunina og atvinnumálatilskipunina sem eru lagalega binda...

Ríkir efnahagslegur stöðugleiki í Evrópusambandinu?

Nei, það ríkir ekki efnahagslegur stöðugleiki í Evrópusambandinu sem stendur. Ekki er þó útilokað að slíkur stöðugleiki náist á ný en til þess verður að ráðast í víðtækar breytingar á uppbyggingu hagkerfis sambandsins. *** Með skilgreiningu orðsins „stöðugleiki“ (e. stability) í huga (sjá meðal annars Snöru...

Hvað felst í landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins, CAP?

Skammstöfunin CAP stendur fyrir Common Agricultural Policy eða Sameiginlega landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins. Hún var frá upphafi einn af hornsteinum sambandsins og fyrsta stefnumótunarverkefnið sem var alfarið á forsvari þess. Undir hana féll lengi vel mikill hluti af útgjöldum sambandsins. Jafnframt hefur þet...

Hvert er hlutverk Feneyjanefndar Evrópuráðsins?

Feneyjanefnd hefur verið nokkuð í umræðunni að undanförnu eða frá því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis óskaði eftir áliti nefndarinnar á frumvarpi til stjórnskipunarlaga Íslands. Meginhlutverk nefndarinnar er einmitt þetta: að veita ríkjum lögfræðilegt álit sitt á lagafrumvörpum sem eru mikilvæg fyrir...

Hagkvæmt myntsvæði

Hugtakið hagkvæmt myntsvæði (e. optimum currency area, OCA) er notað í kenningum hagfræðinga um það hvenær myntsamstarf ríkja borgar sig og hvenær ekki. Það á rætur að rekja til Roberts Mundell (1961), nóbelsverðlaunahafa í hagfræði. Hagkvæmt myntsvæði er svæði þar sem það hámarkar efnahagslega hagkvæmni svæði...

Til hvaða aðgerða hefur Evrópusambandið gripið vegna yfirstandandi skuldakreppu á evrusvæðinu?

Evrópusambandið hefur gripið til tvenns konar aðgerða í kjölfar yfirstandandi skuldakreppu á evrusvæðinu. Annars vegar aðgerðir til að létta undir með þeim ríkjum sem eiga í mestum skuldavanda, svokallaðar björgunaraðgerðir. Lítillega hefur verið fjallað um þær aðgerðir á þessum vef, meðal annars í svari við spurn...

Varðbelti

Varðbelti (fr. cordon sanitaire, e. buffer zone), svæði kringum tiltekið ríki eða heild þar sem það sækist eftir yfirráðum án sameiningar, meðal annars til að tryggja öryggi sitt. Segja má að Austur-Evrópa utan Sovétríkjanna hafi verið slíkt svæði gagnvart þeim í fjóra áratugi (1950-1990) eftir seinni heimsstyrjöl...

Hver er stefna ESB í umhverfismálum?

Stefna Evrópusambandsins í umhverfismálum miðar að því að vernda umhverfið og stuðla að sjálfbærri þróun. Stefnan byggir á fyrirbyggjandi aðgerðum gegn umhverfisspjöllum og styðst við mengunarbótaregluna sem segir að sá sem er ábyrgur fyrir mengun og umhverfisspjöllum skuli greiða kostnaðinn. Löggjöf ESB á sviði u...

Leita aftur: