Risaveldi (e. superpower) var sameiginlegt heiti um Bandaríkin og Sovétríkin í kalda stríðinu. Þau báru þá ægishjálm yfir önnur ríki heims í hernaðarmætti. Flest ríki voru yfirlýstir bandamenn annars hvors risaveldisins, annaðhvort í hernaðarbandalögum eða með öðrum samningum, en þau sem ekki voru það nefndust hlu...
Kyoto-bókunin (e. Kyoto protocol) var gerð á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar í japönsku borginni Kyoto árið 1997. Bókunin felur í sér skuldbindingu aðildarríkja til að takmarka losun ákveðinna gróðurhúslofttegunda út í andrúmsloftið. Sum þátttökuríki neituðu upphaflega að staðfesta bókunina, þa...
Marshall-áætlunin (e. Marshall Plan) er kennd við þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, George Marshall, og fólst í efnahagsaðstoð við ríki Vestur-Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina sem lauk árið 1945. Tilskilið var að ríki sem þægju þessa aðstoð mundu vinna saman að nýtingu hennar, og þannig varð hún ein k...
Það veltur á eignarhaldi íslenskra fyrirtækja eins og Bláa lónsins hvort þau séu bundin af banni EES-samningsins við mismunun á grundvelli ríkisfangs. Niðurstaðan um slíkt bann, af eða á, myndi gilda áfram eftir að Ísland yrði aðili að ESB. - Mismunun á grundvelli ríkisfangs innan ESB eða EES er bönnuð bæði samkvæ...
Stofnanalegum samskiptum fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Evrópusambandsins á grundvelli EES-samningsins er gjarnan lýst sem tveggja stoða kerfi. Önnur stoðin er samsett úr stofnunum EFTA en hin úr stofnunum ESB. Á milli stoðanna tveggja eru sameiginlegar stofnanir samningsaðilanna sem eru vettvangur samstarfs...
Amsterdam-sáttmálinn (e. Amsterdam treaty) frá 1997 milli aðildarríkja ESB, fjallar um sitthvað sem vantaði í Maastricht-sáttmálann og eykur til dæmis völd og áhrif Evrópuþingsins frá því sem áður var....
Bein lagaáhrif (e. direct applicability) hafa lagagerðir sem verða hluti af landslögum aðildarríkja án sérstakrar innleiðingar í landsrétt. Meginmunurinn á reglugerðum og tilskipunum er að reglugerðir hafa bein lagaáhrif en tilskipanir almennt ekki....
Verg landsframleiðsla (e. Gross Domestic Product, GDP) er samanlagt verðmæti á framleiddum vörum og þjónustu sem greiðslur koma fyrir í tilteknu ríki á ákveðnu tímabili. Með orðinu „verg“ er átt við það sem einu sinni var kallað „brúttó“, semsé að allt er lagt saman og ekkert dregið frá til dæmis vegna kostnaðar v...
Maastricht-sáttmálinn (e. Maastricht Treaty, einnig oft nefndur Treaty on European Union) var undirritaður í hollensku borginni Maastricht 7. nóvember 1992 og tók gildi ári síðar, þann 1. nóvember 1993. Oft talinn eitt stærsta skrefið í átt til samruna í Evrópu hingað til. Fól í sér meðal annars tímaáætlun um innl...
Keynes-hyggja (e. Keynesianism) er sú hugmynd að í blönduðu hagkerfi komi upp sveiflur og kreppur sem einkageirinn ráði ekki við nema með því að opinberi geirinn grípi í taumana með aðgerðum seðlabanka í gjaldmiðilsmálum og ráðstöfunum ríkisstjórna í ríkisfjármálum. Skyldar þessu eru líka þær hugmyndir að markaðsk...
Almenni dómstóllinn (e. General Court, EGC) tilheyrir Dómstól Evrópusambandsins og hefur aðsetur í Lúxemborg. Dómstólnum var komið á fót árið 1989 og hét hann þá fyrsta stigs dómstóllinn (e. Court of First Instance) en skipti um nafn við gildistöku Lissabon-sáttmálans árið 2009.
Tuttugu og átta dómarar sitja v...
Dyflinnarsamstarfið er einn liður í Schengen-samstarfinu og snýr að málsmeðferð í málefnum hælisleitenda. Því er ætlað að koma í veg fyrir að ríkisborgari þriðja ríkis ferðist á milli Schengen-landanna og sæki um hæli í hverju ríki. Dyflinnarsamstarfið byggir á Dyflinnarsamningnum (e. Dublin Convention) frá árinu ...
Frá 1952 voru sex þjóðríki í bandalögunum sem leiddu síðar til Efnahagsbandalags Evrópu og Evrópusambandsins: Frakkland, Vestur-Þýskaland, Ítalía, Belgía, Holland og Lúxemborg, en Bretland, Danmörk og Írland bættust í hópinn árið 1973, Grikkland árið 1981, og Spánn og Portúgal árið 1986. Síðan Evrópusambandið (ESB...
Laun á Íslandi hafa þegar lækkað niður að því sem gengur og gerist í Evrópu. Rannsóknum á því hvort upptaka evru hefur leitt til minnkandi launamunar á evrusvæðinu ber ekki saman. Ýmislegt bendir til þess að nafnlaunamunur sé að jafnast út en meiri vafi er um hvort það gildi einnig um raunlaun.
***
Laun í E...
Aðild Íslands að ESB mundi veita íslenskum stjórnvöldum betri aðkomu að ákvarðanatökuferli sambandsins um málefni vinnumarkaðarins. EES-samningurinn tryggir fyrst og fremst samstarf á milli embættismanna EFTA/EES-ríkjanna og framkvæmdastjórnarinnar. Með aðild að ESB fengju Íslendingar fulltrúa í ráðinu og á Evrópu...