Spurning
Samheldnisjóður
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Samheldnisjóðurinn (e. Cohesion Fund) var stofnaður árið 1994 í þeim tilgangi að hjálpa efnahagslega vanþróuðum aðildarríkjum, upphaflega Spáni, Grikklandi, Portúgal og Írlandi, að uppfylla Maastricht-skilyrðin og fá aðild að myntbandalaginu. Sjóðurinn er einn af uppbyggingarsjóðunum, ásamt Félagsmálasjóði Evrópu og Byggðaþróunarsjóði, sem hafa það hlutverk að framkvæma byggðastefnu Evrópusambandsins. Stuðning úr Samheldnisjóðnum fá þau aðildarríki þar sem þjóðartekjur á mann eru undir 90% af meðaltalsþjóðartekjum ESB-ríkjanna. Á fjárhagstímabilinu 2007 til 2013 eru það nýju aðildarríkin tólf, sem gengu í sambandið árin 2004 og 2007, auk Grikklands og Portúgals sem eru styrkhæf. Stuðning með undanþágu fá aðildarríki þar sem þjóðartekjur á mann eru undir 90% af meðaltalsþjóðartekjum Evrópusambandsríkjanna 15, sem áttu aðild að sambandinu fyrir stækkunina 2004, en lentu fyrir ofan meðaltalið eftir stækkunina, það er hafa þjóðartekjur á mann sem eru yfir 90% af meðaltalsþjóðartekjum Evrópusambandsríkjanna allra í heild. Spánn er eina ríkið sem fær úthlutað úr Samheldnisjóðnum af þessum sökum, það er sem ríki í aðlögun (e. phasing-out). Á fjárhagstímabilinu 2007-2013 hefur Samheldnisjóðurinn yfir að ráða um það bil 70 milljörðum evra (á verðlagi ársins 2008) eða um það bil 20% af heildfjárframlögum til byggðastefnunnar á tímabilinu. Þriðjungi af heildarfjárlögum Evrópusambandsins á sama tímabili er varið til byggðastefnunnar. Í töflunni hér að neðan má sjá hvaða lönd fá úthlutað úr Samheldnisjóðnum og hve miklu.- 48 milljóna evra styrk til samgöngubóta á Möltu.
- 70 milljóna evra styrk til að endurnýja rafmagnslestir í Tallinn, höfuðborg Eistlands.
- 98 milljóna evra styrk til uppbyggingar nýs vatnsdreifingar- og vatnshreinsunarkerfis á tilteknu svæði í Portúgal.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur15.11.2012
Flokkun:
Efnisorð
Samheldnisjóður byggðastefna samheldnistefna uppbyggingarsjóðir Byggðaþróunarsjóður Félagsmálasjóður
Tilvísun
Evrópuvefur. „Samheldnisjóður“. Evrópuvefurinn 15.11.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63708. (Skoðað 9.9.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela