Atlantshafshyggja (e. Atlanticism) merkir í evrópsku samhengi þá hugmynd að Evrópu eða tilteknum ríkjum hennar sé best borgið með sem nánustu samstarfi við Bandaríki Norður-Ameríku....
(Single European Act, SEA) tóku gildi árið 1986. Þau styrktu innri markaðinn og lögðu grunn að samstarfi í utanríkis- og öryggismálum. Einnig fólust í þeim breytingar á reglum um ákvarðanir, til dæmis um atkvæðagreiðslur með auknum meirihluta í stað neitunarvalds....
Sambandsríki (e. federation) er ríkjaheild sem hefur að geyma mörg minni ríki eða fylki sem hafa verulega sjálfstjórn í eigin málum samkvæmt sérstökum samningum eða stjórnlögum. Sem dæmi um þetta má nefna Bandaríki Norður-Ameríku, Þýskaland, Belgíu, Rússland, fyrrum Júgóslavíu og fyrrum Sovétríkin. − Hugmynd...
Stærstu útgjaldaliðir Evrópusambandsins eru landbúnaðarstefnan og byggðastefnan. Því næst kemur samstarf aðildarríkjanna á sviði rannsókna, menntunar, nýsköpunar, samgangna og orkumála, verkefni á alþjóðavettvangi, rekstur stofnana ESB, málefni innflytjenda og flóttamanna, löggæsla, ytri landamæraeftirlit og fleir...
Endurskoðunarréttur ESB (e. European Court of Auditors) var stofnaður árið 1977 í þeirri viðleitni að bæta fjárhagsstjórn sambandsins. Rétturinn starfar í samræmi við staðla Alþjóðlegra samtaka endurskoðenda (e. International Federation of Accountants, IFAC) og Alþjóðlegra samtaka æðstu endurskoðunar meðal stofnan...
Aðildarríki Evrópusambandsins starfa gjarnan saman þegar hagsmunir þeirra eiga samleið til að auka áhrif sín innan sambandsins. Þar sem engin tvö ríki eiga nákvæmlega sömu hagsmuna að gæta eru hagsmunabandalög yfirleitt ekki langlíf heldur einangruð við einstök málefni. Sum hagsmunabandalög hafa þó verið starfrækt...
Á grunni EES-samningsins hefur Ísland fært regluverk sitt að regluverki Evrópusambandsins. Hlutfall þeirrar löggjafar sem Ísland tekur upp í gegnum samninginn er umdeilt og hafa verið nefndar mjög misháar tölur í því sambandi. Í Svíþjóð er áætlað að 80% af öllum reglum sambandsins hafi verið innleiddar í sænska lö...
Ef Tyrkland yrði aðili að ESB á næstunni en Ísland stæði utan við yrðu áhrifin af aðild Tyrkja einkum tengd innri markaðnum. Tyrkland er stórt og fjölmennt ríki og og ESB-aðild þess mundi fela í sér aukin viðskiptatækifæri fyrir Íslendinga. Breytingin yrði mest á sviði landbúnaðar þar sem fríverslunarsamningur um ...
Það gilda ekki sömu reglur um viðurkenningu á menntun í öllum aðildarríkjum ESB. Evrópusambandið fer ekki með valdheimildir til að setja reglur í menntamálum en það hefur heimildir til að stuðla að samvinnu aðildarríkjanna í þeim málaflokki. Viðurkenning menntunar innan Evrópusambandsins byggist á því að aðildarrí...
CE-merking er skilyrði fyrir markaðssetningu tiltekinna vara á Evrópska efnahagssvæðinu. Merkið er auðkennismerking sem gefur neytendum til kynna að framleiðandi, innflytjandi eða dreifingaraðili vöru ábyrgist að hún uppfylli þær grunnkröfur um öryggi og almennt heilbrigði sem tilskipanir Evrópusambandsins kveða á...
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (e. International Monetary Fund, IMF), líkt og Alþjóðabankinn (e. World Bank), var stofnaður árið 1944 í kjölfar Bretton Woods fundarins, þar sem 49 af ríkustu löndum heims komu sér saman um leikreglur í alþjóðaviðskiptum.
Meginmarkmiðið með stofnun Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyri...
Evrópusambandið getur farið fram á að umsóknarríki komi til móts við ákveðin viðmið (e. benchmarks) áður en viðræður um tiltekinn samningskafla hefjast eða þeim lýkur. Í því getur falist aðlögun að regluverki sambandsins. Of snemmt er að segja til um hvort sambandið muni krefja Ísland um aðlögun að regluverki ESB ...
Seðlabanki Evrópu er hlutafélag og eru seðlabankar aðildarríkja ESB, fyrir hönd ríkja sinna, eigendur alls hlutafjár bankans. Evruríkin sautján eru eigendur 70% af heildarhlutafénu en aðildarríkin tíu sem ekki hafa tekið upp evru eiga 30% hlut í bankanum. Hlutur aðildarríkjanna í heildarhlutafé Seðlabanka Evrópu á...
Viðmið ESB um hve bognar gúrkur megi vera eru ekki lengur til og sambærileg viðmið um banana hafa aldrei verið til. - Árið 2009 var felld úr gildi reglugerð Evrópusambandsins um sértæka gæðastaðla fyrir gúrkur. Á meðal þess sem hún kvað á um var hversu bognar gúrkur mættu vera hið mesta til þess að flokkast sem gú...
Reglur Evrópusambandsins um öryggi leikfanga eiga að tryggja öryggi og heilsu neytenda. Oftast eru það börn sem leika sér með leikföng og þau þurfa sérstaka vernd. Ekki er þó víst að öryggi sé betur tryggt með sameiginlegri evrópskri löggjöf en með reglum á forræði hvers aðildarríkis um sig. Megintilgangurinn með ...