Spurning

Hvað táknar CE-merking á vörum, er það sérstakur evrópskur gæðastimpill? - Myndband

Spyrjandi

Ritstjórn

Svar

CE-merking er skilyrði fyrir markaðssetningu tiltekinna vara á Evrópska efnahagssvæðinu. Merkið er auðkennismerking sem gefur neytendum til kynna að framleiðandi, innflytjandi eða dreifingaraðili vöru ábyrgist að hún uppfylli þær grunnkröfur um öryggi og almennt heilbrigði sem tilskipanir Evrópusambandsins kveða á um. CE-merkingin þýðir ekki að varan hafi verið framleidd í Evrópu og hún er heldur ekki ábending um að varan sé sérstaklega vönduð eða örugg og er því ekki gæðastimpill; hún segir til dæmis ekkert til um endingu vörunnar.

This text will be replaced

Hægt er að lesa meira um CE-merkingar í svari við spurningunni Hvað táknar CE-merking á vörum, er það sérstakur evrópskur gæðastimpill?

Myndbandið er einnig aðgengilegt á YouTube-síðu Evrópuvefsins. Það er unnið í samstarfi við Áttavitann.

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur19.10.2012

Tilvísun

Brynhildur Ingimarsdóttir. „Hvað táknar CE-merking á vörum, er það sérstakur evrópskur gæðastimpill? - Myndband“. Evrópuvefurinn 19.10.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63484. (Skoðað 18.9.2024).

Höfundur

Brynhildur Ingimarsdóttiralþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri á Evrópuvefnum

Við þetta svar er engin athugasemd Fela