Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að upptaka evru - 78 svör fundust
Niðurstöður

Gætum við tekið upp dönsku krónuna í staðinn fyrir evruna?

Já, Ísland gæti tekið upp dönsku krónuna í stað evru. Tenging við eða upptaka dönsku krónunnar yrði þó að vera einhliða af hálfu Íslands, án sérstaks samráðs við dönsk stjórnvöld, sökum þátttöku Danmerkur í evrópska gengissamstarfinu. Þetta er vegna þess að Evrópusambandið leggst gegn því að utanaðkomandi ríki tak...

Ættu Íslendingar að taka upp evruna?

Þessari spurningu verður hver og einn að svara fyrir sig. Ástæðan er sú að valið milli þess að taka upp evru eða halda í krónuna veltur að miklu leyti á áhættufælni einstaklinga á þeim tíma sem þeir spyrja sjálfa sig hvort vænlegra sé að taka upp evru eða halda krónunni. Hagfræðin mun ekki gefa afgerandi svar við ...

Hvað mundi gerast ef Ísland tæki upp evru, fyrir utan að gjaldmiðillinn breyttist?

Spurningunni um hvað mundi gerast ef Ísland tæki upp evru og gerðist aðili að Efnahags- og myntbandalaginu er ómögulegt að svara á tæmandi hátt í stuttu svari. Ætla má að upptaka evru hefði margvísleg áhrif á efnahagslífið sem jafnframt gætu haft víxlverkandi áhrif á tiltekna þætti efnahagslífsins. Endanlegt svar ...

Hver yrðu áhrif inngöngu Íslands í ESB á verðbólgu?

Áhrifin á verðbólgu af inngöngu í Evrópusambandið eru líklegast hverfandi. Áhugaverða spurningin í því sambandi er hins vegar hvort upptaka evru mundi hafa áhrif. Í sjálfu sér er óvíst hvort evran sem slík hefði beinlínis áhrif en ljóst er að svonefnd Maastricht-skilyrði sem uppfylla verður til að hægt sé að taka ...

Hver var niðurstaða skýrslu Seðlabankans um gjaldmiðilsmál með tilliti til þess hvort það sé hægt eða skynsamlegt að taka einhliða upp erlenda mynt?

Með tilliti til ofangreindrar spurningar var niðurstaða skýrslu Seðlabanka Íslands um gjaldmiðils- og gengismál sú að hægt er að taka einhliða upp erlenda mynt og það á frekar skömmum tíma. Hins vegar telja skýrsluhöfundar að einhliða upptaka annars gjaldmiðils sé ekki skynsamlegur valkostur fyrir Ísland. *** ...

Er ekki einhver mótsögn fólgin í því að ef við ætlum að taka upp evru í stað "lélegrar" krónu þurfi fyrst að gera krónuna að "góðum" gjaldmiðli með því að uppfylla tiltekin skilyrði? Eru til leiðir til að nota upptöku evru til að "losna við lélega krónu"?

Þetta er góð spurning! Það er alveg rétt hjá spyrjanda að til að fá að taka upp evru þarf að uppfylla tiltekin skilyrði sem fela í sér að ná þarf góðum tökum á peningamálum og ríkisfjármálum áður. Skilyrðin nefnast Maastricht-skilyrðin og lesendum er bent á að kynna sér þau. Evrumyntir. Benda má þó á að ákvörð...

Hvað vilja unglingar vita um ESB?

Síðastliðin þrjú misseri hefur Evrópuvefurinn staðið fyrir kynningum á vefnum í framhaldsskólum landsins. Markmið þessara heimsókna er fyrst og fremst að ræða við nemendur um mikilvægi hlutlægra upplýsinga í tengslum við Evrópusambandið og aðildarviðræðurnar og benda þeim á hvar þær er að finna. Í kjölfar kynninga...

Er hægt að sjá gróflega hversu miklar fjárhæðir myndu sparast fyrir íslenskt hagkerfi með upptöku evru?

Stutta svarið við spurningunni er JÁ, það er hægt að leggja skynsamlegt og rökstutt mat á ávinninginn af evruaðild Íslands. Óvissa í þess konar svörum er þó veruleg en hitt kemur á móti að unnt er að gera sér grein fyrir helstu rótum hennar. Í grófum dráttum má ætla að tveimur áratugum eftir inngöngu Íslands í ESB...

Hvaða áhrif hefðu lægri vextir með tilkomu evru á greiðslubyrði húsnæðislána til lengri tíma? Hvaða líkur eru á að lægri vextir hækki húsnæðisverð?

Svörin við þessum spurningum velta á fjölmörgum þáttum. Í fyrsta lagi er algerlega óvíst hversu mikið evruupptaka ein og sér mundi lækka vexti á Íslandi. Í öðru lagi fer greiðslubyrði af lánum ekki eingöngu eftir því hvað þau bera háa vexti heldur einnig lánsupphæð og lánstíma, að ógleymdri verðtryggingunni. Í þri...

Hver er niðurstaða skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldeyrismálum?

Skýrsla Seðlabanka Íslands um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum er afar umfangsmikil. Ritið telur rúmar 600 blaðsíður og skiptist í 25 kafla. Niðurstöður skýrslunnar eru því eins og gefur að skilja margvíslegar og verður hér aðeins stiklað á stóru. Fjallað er ítarlega um ólíka valkosti Íslands í gj...

Ef Ísland gengur í ESB og tekur upp evru verða þá verð á fatnaði nákvæmlega þau sömu hér og í öðrum evruríkjum?

Stutta svarið er varla. Þótt ekki sé útilokað að verð á fatnaði yrðu í einhverjum tilfellum þau sömu hér og á meginlandi Evrópu, ef Ísland gengi í Evrópusambandið og tæki upp evru, yrði það frekar undantekning en regla. Aðild að Evrópusambandinu og myntbandalagi Evrópu gæti haft margvísleg áhrif á efnahag landsins...

Maastricht-sáttmálinn

(Maastricht Treaty, einnig oft nefndur Treaty on European Union) var undirritaður í hollensku borginni Maastricht 7. nóvember 1992 og tók gildi ári síðar, þann 1. nóvember 1993. Oft talinn eitt stærsta skrefið í átt til samruna í Evrópu hingað til. Fól í sér meðal annars tímaáætlun um innleiðingu evrunnar og yfirl...

Eru til traustar rannsóknir á því hvort efnahagslegur ávinningur hafi verið af evrusamstarfinu?

Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvaða mælikvarði er notaður á „efnahagslegan ávinning“. Hér verður notast við raunhagvöxt á mann, það er breytingar á landsframleiðslu á mann. Síðan evran var tekin upp árið 1999 hefur raunhagvöxtur á mann dregist saman í evrulöndunum. Óvíst er hins vegar hvort evrunni sé...

Munu laun almennings lækka í samræmi við laun í Evrópu ef evran verður tekin upp á Íslandi?

Laun á Íslandi hafa þegar lækkað niður að því sem gengur og gerist í Evrópu. Rannsóknum á því hvort upptaka evru hefur leitt til minnkandi launamunar á evrusvæðinu ber ekki saman. Ýmislegt bendir til þess að nafnlaunamunur sé að jafnast út en meiri vafi er um hvort það gildi einnig um raunlaun. *** Laun í E...

Er hægt að meta áhrif upptöku evru á hagvöxt á Íslandi?

Já, það er hægt og hefur verið gert fyrir önnur lönd. Í mjög stuttu og almennu máli sýndu þær rannsóknir að evran sjálf virtist hafa takmörkuð eða hverfandi áhrif á hagvöxt. Það virðist sem megináhrifin séu í því falin að vera hluti sameiginlega markaðarins. *** Það hafa verið gerðar margar tilraunir til þes...

  • Síða nr. 1 2 3 4 5

Leita aftur: