Spurning

Af hverju sækir Ísland ekki um aðild að NAFTA í staðinn fyrir ESB? - Myndband

Spyrjandi

Ritstjórn

Svar

Af tveimur ástæðum er ólíklegt að íslensk stjórnvöld komi til með að sækja um aðild eða einhvers konar aukaaðild að Fríverslunarsamningi Norður-Ameríku. Annars vegar eru það skýrar kröfur Bandaríkjanna um niðurfellingu tolla af landbúnaðarafurðum, sem gera það að verkum að erfitt yrði að ná samningum sem samræmdust stefnu íslenskra stjórnvalda í landbúnaðarmálum. Hins vegar er það vegna þess að Ísland hefur nú þegar gert fríverslunarsamninga við Kanada og Mexíkó og hefur þar með aðgang að mörkuðum tveggja NAFTA-ríkja af þremur. Íslensk stjórnvöld hafa því litið svo á að nærtækari kostur væri að Ísland gerði fríverslunarsamning beint við Bandaríkin, hvort heldur sem væri í formi tvíhliða samnings eða í samfloti við hin EFTA-ríkin.

This text will be replaced

Hægt er að lesa meira um NAFTA í svari við spurningunni Af hverju sækir Ísland ekki um aðild að NAFTA í staðinn fyrir ESB?

Myndbandið er einnig aðgengilegt á YouTube-síðu Evrópuvefsins.

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur19.7.2013

Flokkun:

Evrópumál > Myndbönd

Tilvísun

Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Af hverju sækir Ísland ekki um aðild að NAFTA í staðinn fyrir ESB? - Myndband“. Evrópuvefurinn 19.7.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65556. (Skoðað 17.4.2024).

Höfundur

Þorvarður Kjerulf Sigurjónssonalþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Evrópuvefnum

Við þetta svar er engin athugasemd Fela