Hvað getið þið sagt mér um þjóðernishreinsanir Króata í Balkanskagastríðinu?
Spyrjandi
N.N.
Svar
Upphaflegu spurningarnar voru eftirfarandi:Hversu rösklega gengu króatísk stjórnvöld fram í þjóðernishreinsunum á 10. áratug 20. aldar? Hafa króatísk stjórnvöld sýnt iðrun og yfirbót, t.d. með því að bjóða burtreknu fólki að flytja aftur heim til sín?Undanfari þjóðernishreinsana er þjóðernishyggja sem komin er úr allri hömlu. Þjóðerniskennd er víða áberandi í löndum fyrrum Júgóslavíu en einn helsti örlagavaldur þjóðanna er þó ekki föðurlandsást sem slík heldur þjóðhverfa, það er hópkennd innan þjóðar/ættbálks þar sem eigin gildi og virði eru með misvísandi samanburði sett ofar annarra. Í sinni dekkstu og ýktustu mynd getur þjóðhverfur hugsunarháttur hæglega þróast í ofstækisfulla þjóðerniskennd með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Sú þjóðernisstefna sem hefur notið umtalsverðs fylgis í Serbíu, og sem einna afdrifaríkust hefur reynst íbúum Balkanskagans, nefnist 'Stærri-Serbía' (e. Greater Serbia). Í stuttu máli gengur hún út á það að serbneskum yfirvöldum beri að kasta eign sinni á hvern þann stað þar sem Serba er að finna enda sé það heilög skylda þeirra að sameina alla Serba undir einum hatti og standa þannig vörð um hagsmuni þeirra hvarvetna.
- 10/27/99, Ambassador Scheffer: Rape as a War Crime.
- Valentić, Mirko. (1993). The first formulation of the Greater-Serbian Idea. Í Roots of Serbian Agression. Zagreb: Center for Foreign Language, d.o.o.
- Guðmundur Hálfdanarson. (2001). Íslenska þjóðríkið: Uppruni og endimörk. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag – ReykjavíkurAkademían.
- Holbrooke, Richard. (1999). To End a War. New York: Random House, Inc.
- Serb refugees leaving Croatia - Operation Storm - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 5.2.2015).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur12.2.2015
Flokkun:
Efnisorð
Króatía þjóðernishreinsanir þjóðernishyggja þjóðhverfa þjóðerniskennd Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn í málefnum fyrrum Júgóslavíu ICTY Gotovina
Tilvísun
Ragna Björk Þorvaldsdóttir. „Hvað getið þið sagt mér um þjóðernishreinsanir Króata í Balkanskagastríðinu?“. Evrópuvefurinn 12.2.2015. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63735. (Skoðað 6.10.2024).
Höfundur
Ragna Björk ÞorvaldsdóttirMA í alþjóðasamskiptum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Getur Evrópusambandið beitt sér gegn andlýðræðislegri þróun í aðildarríki eins og í Ungverjalandi nú?
- Hvaða varanlegu undanþágur frá núgildandi sáttmálum, lögum og reglum og lögum sem kunna að vera sett í framtíðinni fékk Króatía í aðildarsamningi við Evrópusambandið?
- Að hverju voru Króatar spurðir í þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild að ESB?
- Eru Króatar fylgjandi þjóðernishreinsunum undir vissum kringumstæðum?
- Eru Króatar heppileg viðbót við Evrópusambandið?