Spurning
Eru Króatar fylgjandi þjóðernishreinsunum undir vissum kringumstæðum?
Spyrjandi
N.N.
Svar
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Eru vísbendingar um að almenningur í Króatíu telji þjóðernishreinsanir nauðsynlegar undir vissum kringumstæðum, sbr. viðbrögð þegar Gótóvína hershöfðingja var sleppt úr fangelsi alþjóðastríðsglæpadómstólsins?Orðið þjóðernishreinsanir er siðferðislegt hugtak en ekki lagalegt þótt það hafi öðlast æ ríkari sess í alþjóðlegri réttarhefð. Í orðsins fyllstu merkingu er um að ræða ásetning og takmark um að hreinsa land eða svæði af 'óæskilegum aðkomumönnum' og reka þá burt til að koma viðkomandi landsvæði á nýjan leik undir 'réttmæta stjórn'. Strangt til tekið er ekki ýkja mikill munur á þjóðernishreinsunum annars vegar og þjóðarmorði hins vegar þar sem gjöreyðing annars hópsins af hendi hins er endanlegt markmið þótt það síðarnefnda gangi augljóslega miklu lengra. Í stríðinu í löndum fyrrum Júgóslavíu voru margs konar voðaverk framin af hálfu einstaklinga af öllum þjóðernum. Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn í málefnum fyrrum Júgóslavíu (e. International Criminal Tribunal for the former Yugoslavia, ICTY) hefur gefið út ákærur á hendur 161 einstaklingi, þeirra á meðal eru 94 Serbar, 29 Króatar, 9 Albanir, 9 Bosníumenn, 2 Makedóníumenn og 2 Svartfellingar.
- Gotovina - Indictment.
- Appeals Judgement Summary for Ante Gotovina and Mladen Markac - 121116_summary.pdf.
- Hazan, Pierre. (2004). Justice in a Time of War: The True Story Behind The International Tribunal for the Former Yugoslavia. Bryan: Texas A&M University Press College Station.
- left-ante-gotovina-right-mladen-markac.jpg (JPEG Image, 600 x 400 pixels). (Sótt 4.2.2015).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur19.2.2015
Flokkun:
Efnisorð
Króatía þjóðernishreinsanir Gotovina Júgóslavía Operation storm Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn í málefnum fyrrum Júgóslavíu ICTY
Tilvísun
Ragna Björk Þorvaldsdóttir. „Eru Króatar fylgjandi þjóðernishreinsunum undir vissum kringumstæðum?“. Evrópuvefurinn 19.2.2015. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63736. (Skoðað 14.9.2024).
Höfundur
Ragna Björk ÞorvaldsdóttirMA í alþjóðasamskiptum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hvað getið þið sagt mér um þjóðernishreinsanir Króata í Balkanskagastríðinu?
- Hverjar eru helstu breytingarnar sem urðu á stofnunum Evrópusambandsins við aðild Króatíu?
- Hvaða varanlegu undanþágur frá núgildandi sáttmálum, lögum og reglum og lögum sem kunna að vera sett í framtíðinni fékk Króatía í aðildarsamningi við Evrópusambandið?
- Eru Króatar heppileg viðbót við Evrópusambandið?
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela