Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að e-s������garettur - 346 svör fundust
Niðurstöður

Bein réttaráhrif

Bein réttaráhrif (e. direct effect) hafa þær lagagerðir ESB sem eru nægilega skýrar, nákvæmar og óskilyrtar til að einkaaðilar geti byggt réttindi sín á þeim fyrir dómstólum í aðildarríkjunum. Dómstóll Evrópusambandsins tók af skarið um þetta í úrskurði frá árinu 1963 sem kenndur er við Van Gend en Loos....

Hvað er sveigjanleiki?

Sveigjanleiki (e. flexibility) hefur sérstaka merkingu í samhengi Evrópusamstarfs og aðildar einstakra ríkja að ESB. Þá er einkum átt við það að hvert aðildarríki þurfi ekki að vera aðili að öllum stefnuatriðum sambandsins. Glöggt dæmi um þetta er Efnahags- og myntbandalagið sem ákveðin aðildarríki ESB taka ekki þ...

Hvað er kommúnismi?

Kommúnismi (e. communism) er stjórnmálakenning sem felur í sér að afnema beri stéttamun, einkaeign atvinnutækja og hagkerfi auðmagnsins. Helsti höfundur þessarar kenningar var Karl Marx (1818-1883). Kommúnistar tóku völdin í Rússlandi í októberbyltingunni 1917 og breyttu rússneska keisaradæminu í Sovétríkin. Mörg ...

Hvað er Evrópuvæðing?

Evrópuvæðig (e. Europeanisation) er ferlið sem aðildarríki ESB fylgja þegar þau þróast hvert um sig frá því ástandi sem ríkti í upphafi aðildar og í átt til einsleitari stefnu og skipulags. Líta má á ESB sem tæki í þessari þróun sem tekur m.a. yfir einfalda tæknilega samræmingu. Sjá hnattvæðingu....

Hvað er lýðræðishalli?

Þegar talað er um lýðræðishalla (e. democratic deficit) í ESB er einkum átt við að stefnumótun sambandsins sé ekki eða hafi ekki verið nógu opin, lýðræðisleg og gagnsæ. Einnig að Evrópubúar hafi ekki nóga samkennd með Evrópu í samanburði við upprunasvæði sitt eða þjóðerni. Lýðræðishallinn birtist m.a. þegar tillög...

Hvað var Kola- og stálbandalag Evrópu?

Kola- og stálbandalag Evrópu (e. European Coal and Steel Community, ECSC) var stofnað árið 1952 og lagði grunninn að samrunaþróuninni í Evrópu. Aðilar voru í byrjun Þjóðverjar, Frakkar, Ítalir og Beneluxþjóðirnar, sömu þjóðir og stofnuðu Efnahagsbandalag Evrópu og Kjarnorkubandalagið fimm árum síðar. Þetta var tol...

Hvað er Efnahags- og framfarastofnunin?

Efnahags- og framfarastofnunin (e. Organisation for Economic Co-operation and Development, OECD) var sett á fót árið 1961, upphaflega til að úthluta Marshall-aðstoð en varð síðan að alþjóðlegri stofnun um efnahagsþróun í Evrópu og víðar. Þannig hafa ríki utan Evrópu eins og Bandaríkin, Kanada og Japan verið aðilar...

Leiðtogaráðið

Leiðtogaráð Evrópusambandsins (e. European Council) ákveður almenn pólitísk stefnumið og forgangsatriði sambandsins og er ætlað að vera drifkraftur í þróun þess. Það skilgreinir markmið Evrópusambandsins til meðallangs og langs tíma og tekur á málefnum sem snúa að almennri þróun ESB, sáttmálum og stofnunum samband...

Utanríkisþjónusta ESB

Utanríkisþjónusta Evrópusambandsins (e. European External Action Service, EEAS) var stofnuð með gildistöku Lissabon-sáttmálans og tók formlega til starfa ári síðar, þann 1. desember 2010. Tilgangurinn með stofnun utanríkisþjónustunnar var að sameina undir einn hatt þau verkefni sem falla undir sameiginlega stefnu ...

Nýaðferðartilskipanir

Svonefndar nýaðferðartilskipanir (e. New Approach Directives) skilgreina almennar og samræmdar grunnkröfur til öryggis og eiginleika sem tilteknir vöruflokkar þurfa að uppfylla ef heimila á markaðssetningu þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu. Vöruflokkar sem heyra undir nýaðferðartilskipanir eru til dæmis leikföng, ...

Fastanefnd EFTA

Fastanefnd EFTA (e. Standing Committee of the EFTA States) er skipuð sendiherrum EFTA/EES-ríkjanna og er vettvangur pólitískrar umræðu þeirra á milli. Nefndin starfar á grundvelli sérstaks samnings milli EFTA-ríkjanna, en helsta hlutverk hennar er að samræma afstöðu EFTA/EES-ríkjanna gagnvart Evrópusambandinu fyri...

Kaupmannahafnarviðmið

Til þess að geta orðið aðili að ESB þurfa umsóknarríki að uppfylla svokölluð Kaupmannahafnarviðmið (e. Copenhagen criteria). Þau eru:stöðugt stjórnarfar og stofnanir, sem tryggja lýðræði, réttarríki, mannréttindi og vernd minnihlutahópa;virkt markaðshagkerfi, sem hefur burði til að takast á við þá samkeppni, sem f...

Hvað eru sambandsríki?

Sambandsríki (e. federation) er ríkjaheild sem hefur að geyma mörg minni ríki eða fylki sem hafa verulega sjálfstjórn í eigin málum samkvæmt sérstökum samningum eða stjórnlögum. Sem dæmi um þetta má nefna Bandaríki Norður-Ameríku, Þýskaland, Belgíu, Rússland, fyrrum Júgóslavíu og fyrrum Sovétríkin. − Hugmynd...

Hvað er Efnahagsbandalag Evrópu?

Efnahagsbandalag Evrópu (e. European Economic Community, EEC), var stofnað með Rómarsáttmálanum árið 1957 ásamt Kjarnorkubandalaginu (EURATOM). Kola- og stálbandalagið starfaði áfram samhliða þessum nýju bandalögum en árið 1965 voru bandalögin þrjú tengd nánum böndum með svokölluðum Samrunasáttmála sem oft er kenn...

Hvernig bregst ESB við ef ráðist er á eitt ríki í sambandinu, fara þá öll ríkin í stríð?

Evrópusambandið er ekki hernaðarbandalag og fela sáttmálar þess ekki í sér sameiginlega varnarskuldbindingu álíka og 5. grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins um að árás á eitt ríki jafngildi árás á þau öll. Aðildarríki Evrópusambandsins eru því ekki skyldug til að fara í stríð ef ráðist er á eitt aðildarríki...

Leita aftur: