Fengu Norðmenn fullan aðildarsamning í bæði skiptin sem þeir sóttu um og höfnuðu aðild að ESB? - Myndband
Spyrjandi
Ritstjórn
Svar
Í stuttu máli er svarið já. Í tvö þeirra fjögurra skipta sem Noregur hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu var aðildarviðræðum lokið með undirritun aðildarsamnings. Fullmótaður aðildarsamningur var lagður í þjóðaratkvæði árin 1972 og 1994 og í báðum tilvikum var honum hafnað. Úrslit kosninganna hafa einkum verið útskýrð á tvo vegu. Annars vegar með því að efnahagslegir hagsmunir ráðandi atvinnuvega í Noregi hafi ráðið úrslitum og hins vegar með sjálfsmynd Norðmanna, sem mótaðist í sjálfstæðisbaráttunni sem þjóðin háði á sínum tíma.Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur14.12.2012
Tilvísun
Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Fengu Norðmenn fullan aðildarsamning í bæði skiptin sem þeir sóttu um og höfnuðu aðild að ESB? - Myndband“. Evrópuvefurinn 14.12.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63988. (Skoðað 9.12.2024).
Höfundur
Þorvarður Kjerulf Sigurjónssonalþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Fengu Norðmenn fullan aðildarsamning í bæði skiptin sem þeir sóttu um og höfnuðu aðild að ESB?
- Hafa öll aðildarríki ESB kosið í lýðræðislegri kosningu um aðild að ESB?
- Hvað þýðir tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla í tengslum við hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu?
- Hafa oft verið haldnar þjóðaratkvæðagreiðslur í tengslum við Evrópusambandið?
- Að hverju voru Króatar spurðir í þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild að ESB?
Hvað varð um hinar tvær umsóknir Norðmanna? Sagt er að Noregur hafi sótt fjórum sinnum um aðild.
Noregur hefur fjórum sinnum sótt um aðild að ESB, fyrst árið 1962 og næst árið 1967. Ekkert varð þó af aðildarviðræðum í þau skiptin. Í báðum tilvikum höfðu Bretar og Írar sótt um aðild að sambandinu en vegna sterkra efnahagslegra tengsla við Bretland ákváðu Noregur og Danmörk að sækja um í kjölfarið. Þáverandi Frakklandsforseti, Charles De Gaulle, beitti hins vegar neitunarvaldi gegn umsókn Breta árið 1963 og aftur árið 1967. Í bæði skiptin dró Noregur umsókn sína til baka, ásamt hinum umsóknarríkjunum, enda sá ríkið ekki ástæðu til að halda áfram umsókn sinni ef Bretar fengju ekki inngöngu í sambandið.