Spurning

Fyrirlestur: Felur EES-samningurinn í sér reglu um bein réttaráhrif?

Spyrjandi

Ritstjórn

Svar

Miðvikudaginn 30. október stendur lagadeild Háskólans í Reykjavík fyrir hádegisfundi undir yfirskriftinni Felur EES-samningurinn í sér reglu um bein réttaráhrif?

Frummælandi er Kjartan Bjarni Björgvinsson, lögfræðingur við EFTA-dómstólinn. Um efni fundarins segir í tilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík:

Á fundinum mun Kjartan Bjarni Björgvinsson, lögfræðingur við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg fjalla um nýlegan dóm Evrópudómstólsins frá 26. september í máli Bretlands gegn Ráði Evrópusambandsins. Ýmis merki eru um að dómstóllinn leggi nú annan skilning í áhrif EES-samningsins að landsrétti, jafnvel þannig að í honum felist krafa um að ESS-reglur hafi bein réttaráhrif.

Fundarstjóri er Kristín Haraldsdóttir, sérfræðingur við lagadeild HR.

Fundurinn fer fram í stofu M208 á 2. hæð í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1.

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur28.10.2013

Flokkun:

Fréttir

Efnisorð

Tilvísun

Evrópuvefur. „Fyrirlestur: Felur EES-samningurinn í sér reglu um bein réttaráhrif?“. Evrópuvefurinn 28.10.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=70950. (Skoðað 9.9.2024).

Höfundur

Evrópuvefur

Við þetta svar er engin athugasemd Fela