Spurning
Evrópuvefurinn opnar!
Spyrjandi
Ritstjórn
Svar
Sérstakur upplýsingavefur um Evrópusambandið og Evrópumál á vegum Vísindavefsins var opnaður formlega á Háskólatorg fimmtudaginn 23. júní klukkan 13. Þann 4. maí síðastliðinn gerðu Vísindavefur Háskóla Íslands og Alþingi með sér samning um uppsetningu og rekstur slíks upplýsingavefs og hefur verið unnið að honum síðan þá. Tilgangur Evrópuvefsins er að veita málefnalegar og óhlutdrægar upplýsingar um Evrópusambandið og Evrópumál og verður uppsetning og framsetning efnis með svipuðu móti og á Vísindavefnum. Á vefnum verður hægt að spyrja spurninga um allt sem viðkemur Evrópusambandinu og Evrópumálum. Starfsmenn vefsins munu svara spurningunum ýmist sjálfir eða leita til fræðimanna á viðkomandi sviði.Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur23.6.2011
Flokkun:
Efnisorð
Tilvísun
Evrópuvefur. „Evrópuvefurinn opnar!“. Evrópuvefurinn 23.6.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=70884. (Skoðað 9.12.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela