Spurning

Hver er munurinn á EFTA, EES og Schengen-samkomulaginu? - Myndband

Spyrjandi

Ritstjórn

Svar

EFTA stendur fyrir European Free Trade Association sem þýðist á íslensku sem Fríverslunarsamtök Evrópu. EES stendur fyrir Evrópska efnahagssvæðið. Það var stofnað með EES-samningnum milli EFTA/EES-ríkjanna og Evrópusambandsins. Schengen-samstarfið snýr annars vegar að því að tryggja frjálsa för einstaklinga um innri landamæri samstarfsríkjanna með afnámi vegabréfaskoðunar og hins vegar að því að styrkja baráttuna gegn alþjóðlegri afbrotastarfsemi með auknu eftirliti á ytri landamærum svæðisins.

This text will be replaced

Hægt er að lesa meira um EFTA, EES og Schengen-samkomulagið í svari við spurningunni Hver er munurinn á EFTA, EES og Schengen-samkomulaginu?

Myndbandið er einnig aðgengilegt á YouTube-síðu Evrópuvefsins.

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur19.4.2013

Tilvísun

Þórhildur Hagalín. „Hver er munurinn á EFTA, EES og Schengen-samkomulaginu? - Myndband“. Evrópuvefurinn 19.4.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65133. (Skoðað 24.4.2024).

Höfundur

Þórhildur HagalínEvrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins

Við þetta svar er engin athugasemd Fela