Spurning

Af hverju hefur Evrópusambandið bannað hefðbundnar ljósaperur? - Myndband

Spyrjandi

Ritstjórn

Svar

Evrópusambandið hefur bannað hefðbundnar ljósaperur í því skyni að draga úr losun koltvíssýrings í andrúmsloftið og vinna þannig gegn hlýnun jarðar. Árið 2009 var samþykkt reglugerð á vettvangi Evrópusambandsins sem kveður á um bann við hefðbundnum ljósaperum. Sú reglugerð fellur undir tilskipun um visthönnun vöru sem tekin hefur verið upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Reglugerðin sem bannar hefðbundnar ljósaperur hefur því verið innleidd í íslenskan rétt þar sem Ísland er aðili að EES-samningnum og er það ástæðan fyrir því að bannið hefur einnig tekið gildi hér á landi.

Svonefndar sparperur hafa komið í stað hefðbundinna ljósapera en þær nota minna rafmagn og endast lengur. Kvikasilfursinnihald sparpera getur þó haft alvarlegar afleiðingar fyrir náttúruna og heilsu manna ef ekki er rétt staðið að notkun og förgun peranna.

This text will be replaced

Hægt er að lesa meira um sparperur og kvikasilfursinnihald þeirra í svari við spurningunni Af hverju hefur Evrópusambandið bannað hefðbundnar ljósaperur?

Myndbandið er einnig aðgengilegt á YouTube-síðu Evrópuvefsins.

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur21.12.2012

Tilvísun

Brynhildur Ingimarsdóttir. „Af hverju hefur Evrópusambandið bannað hefðbundnar ljósaperur? - Myndband“. Evrópuvefurinn 21.12.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=64033. (Skoðað 26.4.2024).

Höfundur

Brynhildur Ingimarsdóttiralþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri á Evrópuvefnum

Við þetta svar er engin athugasemd Fela