Spurning
Tollabandalag
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Tollabandalag (e. customs union) er annað eða þriðja stig efnahagslegs samruna (e. economic integration). Það er bandalag sem tvö eða fleiri ríki gera með sér um að efla viðskipti sín á milli. Auk niðurfellingar viðskiptahindrana á borð við innflutningstolla felur tollabandalag í sér að komið er á sameiginlegum tollum gagnvart ríkjum utan bandalagsins. Fyrsta stig samruna af þessu tagi nefnist viðskiptasvæði með ívilnunum (e. preferential trading area, PTA) og einkennist af gagnkvæmum tollaívilnunum á takmörkuðum sviðum, án þess að tollar milli samstarfsríkjanna séu felldir alveg niður. Annað stigið kallast fríverslunarsvæði (e. free trade area) og er skilgreint nánar í handbókinni. Evrópusambandið er tollabandalag en hefur þróaðist áfram til frekari efnahagslegs samruna. Sem dæmi um önnur tollabandalög má nefna tvíhliða samstarf ESB við Andorra, San Marínó og Tyrkland en einnig til dæmis Andes-bandalagið (Andean Community, CAN) í Suður-Ameríku og Suður-afríska tollabandalagið (Southern African Customs Union, SACU). Heimild: Wikipedia, flettiorð customs union, economic integration, preferential trading area, free trade area og fleiri.Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur30.12.2011
Flokkun:
Tilvísun
Evrópuvefur. „Tollabandalag“. Evrópuvefurinn 30.12.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60005. (Skoðað 12.10.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela