Hver eru markmið Íslands á sviði sjávarútvegsmála í aðildarviðræðum við ESB?
Spyrjandi
Hrafn Arnarson
Svar
Sem stendur er unnið að mótun samningsmarkmiða í sjávarútvegsmálum fyrir aðildarviðræður Íslands við ESB. Helstu áherslur snúa að fullu forræði Íslendinga í stýringu veiða og skiptingu aflaheimilda innan íslenskrar efnahagslögsögu, þar sem byggt verði á ráðgjöf íslenskra vísindamanna; óbreyttu framlagi sjávarútvegsins til efnahagslífs landsins; víðtæku forsvari okkar í hagsmunagæslu í sjávarútvegi á alþjóðavettvangi; takmörkun á fjárfestingum erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi og skýrri aðkomu Íslendinga að mótun sjávarútvegsstefnu ESB.- Gætt verði forræðis Íslendinga í stjórn veiða innan íslenskrar efnahagslögsögu og skiptingu aflaheimilda sem byggir á ráðgjöf íslenskra vísindamanna
 - Haft skal að leiðarljósi að Íslendingar hafi eins víðtækt forsvar í hagsmunagæslu í sjávarútvegi á alþjóðavettvangi og kostur er, þegar málefni lýtur að íslenskum hagsmunum
 - Halda verður í möguleika á að takmarka fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi
 - Tryggja skal skýra aðkomu Íslendinga að mótun sjávarútvegsstefnu ESB og þess gætt að framlag sjávarútvegsins til efnahagslífs landsins haldist óbreytt
 

- Álit meirihluta utanríkismálanefndar með þingsályktunartillögu um að fela ríkisstjórn að sækja um aðild að Evrópusambandinu
 - Hildur Ýr Viðarsdóttir: Uppfærsla á ritinu Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins.
 - ESB: Fréttatilkynning frá 13. júlí 2011 – Questions and Answers on the reform of the Common Fisheries Policy
 - Heimasíða framkvæmdastjórnar ESB: Comments by Iceland regarding the Green Paper on the Reform of the EU Common Fisheries Policy
 - Utanríkisráðuneytið: Erindisbréf til meðlima í samningahóp um sjávarútvegsmál
 - Óttar Pálsson og Stefán Már Stefánsson: Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins: Þróun, samanburður og staða Íslands
 - Úlfar Hauksson, 2002. Gert út frá Brussel. Reykjavík: Háskólaútgáfan
 - Utanríkisráðuneytið: 13. kafli um Sjávarútvegsmál
 - Mynd sótt 29. júlí 2011 af heimasíðu BBC
 
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur29.7.2011
Efnisorð
ESB-aðild fiskveiðistjórnun Sjávarútvegsstefna ESB Common Fisheries Policy samningsmarkmið Íslands forræði íslensk efnahagslögsaga hagsmunagæsla fjárfestingar brottkast endurskoðun svæðavæðing sjálfbærni undanþágur frávik
Tilvísun
Jóna Sólveig Elínardóttir. „Hver eru markmið Íslands á sviði sjávarútvegsmála í aðildarviðræðum við ESB?“. Evrópuvefurinn 29.7.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60121. (Skoðað 4.11.2025).
Höfundur
Jóna Sólveig Elínardóttiralþjóðastjórnmálafræðingur


