Spurning

Geta ríki utan Evrópu sótt um aðild að Evrópusambandinu?

Spyrjandi

Sara Mansour, f. 2000

Svar

Í stuttu máli er svarið nei. Ríki utan Evrópu geta ekki sótt um aðild að Evrópusambandinu þar sem 49. gr. sáttmálans um Evrópusambandið kveður á um að: „Sérhvert Evrópuríki, sem virðir þau gildi sem um getur í 2. gr. [sáttmálans um ESB] og einsetur sér að stuðla að þeim, getur sótt um að gerast aðili að sambandinu“. Ríki, sem eru talin tilheyra heimsálfunni Evrópu, eru því einu ríkin sem geta sótt um aðild að Evrópusambandinu.


Myndin sýnir staðsetningu Evrópu.
Í dag eru 44 ríki í Evrópu auk sex ríkja sem teljast landfræðilega til álfunnar að hluta til eða tengjast álfunni menningarlegum og sögulegum böndum. Nánar er fjallað um hvaða ríki tilheyra Evrópu í svari við spurningunni Hvaða lönd teljast til Evrópu?

Ofannefnd 49. grein kveður einnig á um að ríki sem vill sækja um aðild að ESB þurfi að virða ákveðin gildi. Lesendum er bent á svarið við spurningunni Hvaða Evrópulönd eru ekki í ESB og hvers vegna? til nánari fróðleiks.

Mynd:

Upprunaleg spurning:
Vegna árangurs ESB, geta lönd utan Evrópu sótt um aðild að sambandinu?

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur15.6.2012

Tilvísun

Brynhildur Ingimarsdóttir. „Geta ríki utan Evrópu sótt um aðild að Evrópusambandinu?“. Evrópuvefurinn 15.6.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=62765. (Skoðað 29.4.2024).

Höfundur

Brynhildur Ingimarsdóttiralþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri á Evrópuvefnum

Við þetta svar er engin athugasemd Fela