Spurning

Fyrirlestur: Recent Case Law of the EFTA Court. The Icesave saga

Spyrjandi

Ritstjórn

Svar

Fimmtudaginn 11. apríl býður Lagastofnun Háskóla Íslands til opins fundar í Hátíðarsal Háskóla Íslands undir yfirskriftinni Recent Case Law of the EFTA Court. The Icesave saga.

Fyrirlesari er Carl Baudenbacher forseti EFTA-dómstólsins. Um efni fyrirlestursins segir í tilkynningu Lagastofnunar:

Undanfarin misseri hefur EFTA-dómstóllinn fjallað um nokkur mál sem varða lagalegar afleiðingar falls íslensku bankanna. Dómstóllinn hefur einnig kveðið upp tvo fordæmisgefandi dóma í samkeppnisrétti. Síðast en ekki síst hefur EFTA-dómstóllinn skýrt nokkur mikilvæg réttarfarsleg atriði sem lúta að hlutverki æðstu dómstóla aðildarríkjanna og heimilda Eftirlitsstofnunar EFTA til að höfða mál vegna ætlaðra brota á EES-samningnum. Í erindi sínu mun Carl Baudenbacher forseti EFTA-dómstólsins fara yfir og ræða fyrirliggjandi dómafordæmi og þá þróun sem orðið hefur.

Fundarstjóri er Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor og starfandi forseti Lagadeildar Háskóla Íslands

Fundurinn fer fram í Hátíðarsal Háskóla Íslands milli klukkan 12 og 13:30.

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur 3.4.2013

Flokkun:

Fréttir

Efnisorð

Tilvísun

Evrópuvefur. „Fyrirlestur: Recent Case Law of the EFTA Court. The Icesave saga“. Evrópuvefurinn 3.4.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=70939. (Skoðað 25.6.2024).

Höfundur

Evrópuvefur

Við þetta svar er engin athugasemd Fela