Spurning
Fyrirlestur: Verndarstefna eða frjálshyggja? Evrópski markaðurinn og staða Evrópusambandsins í alþjóðastjórnmálum
Spyrjandi
Ritstjórn
Svar
Föstudaginn 5. apríl býður Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands til opins fundar í Norræna húsinu undir yfirskriftinni Verndarstefna eða frjálshyggja? Evrópski markaðurinn og staða Evrópusambandsins í alþjóðastjórnmálum. Fyrirlesari er Guillaume Xavier-Bender sem starfar hjá German Marshall Fund í Brussel. Um efni fyrirlestursins segir í tilkynningu Alþjóðamálastofnunar:Líklegasta leið Evrópusambandsins til þess að hafa áhrif í utanríkismálum er ef til vill að beita efnahagslegum styrk sínum. Efnahagskrísan hefur ekki minnkað stuðning við opna markaði almennt, en hinsvegar hefur komið upp ríkari krafa um að vernda evrópska markaði og samfélög. Með hvaða hætti vinnur Evrópusambandið að framgangi og verndun efnahagslegra og félagslegra gilda sinna í alþjóðakerfinu? Hvaða áhrif hefur hinn sameiginlegi markaður og sameiginleg myntstefna Evrópusambandsins á sýn utanaðkomandi aðila á sambandið? Með hvaða hætti styður stefnumörkun á sviði efnahagsmála og þróunarsamvinnu víðari stefnu á sviði utanríkismála?Fundurinn er hluti af fundaröð Alþjóðamálastofnunar Evrópusamræður 2012-2013, sem er styrkt af Evrópustofu, upplýsingaskrifstofu Evrópusambandsins á Íslandi, og úr Jean Monnet sjóði ESB, og er skipulagður í samvinnu við franska sendiráðið á Íslandi. Fundurinn fer fram í fundarsal Norræna hússins milli klukkan 12 og 13.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 3.4.2013
Flokkun:
Efnisorð
Tilvísun
Evrópuvefur. „Fyrirlestur: Verndarstefna eða frjálshyggja? Evrópski markaðurinn og staða Evrópusambandsins í alþjóðastjórnmálum“. Evrópuvefurinn 3.4.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=70938. (Skoðað 18.9.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela