Spurning

Fyrirlestur: Evrópusambandið: Breytilegur samruni eða ein leið fyrir alla?

Spyrjandi

Ritstjórn

Svar

Miðvikudaginn 3. apríl býður Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands til opins fundar í Norræna húsinu undir yfirskriftinni Evrópusambandið: Breytilegur samruni eða ein leið fyrir alla?

Fyrirlesari er Vivien Pertusot forstöðumaður frönsku Ifri hugveitunnar í Brussel. Um efni fyrirlestursins segir í tilkynningu Alþjóðamálastofnunar:

Í Evrópusambandinu eru uppi fjölmargar hugmyndir um það hvort og þá hvernig ríki geta tekið þátt í Evrópusamrunanum með ólíkum og mismiklum hætti. Umræður af þessu tagi eru ekki nýjar af nálinni en eru nú háværari en áður. Óhjákvæmilega gengur tal um mismikla þátttöku í samrunaferlinu þvert á hugmyndina um „sífellt nánara samband“ (e. ever closer union), sem hefur verið lykilatriði í sáttmálum Evrópusambandsins. En „breytilegur samruni“ (e. differentiated integration) er enn óljóst hugtak sem getur leitt okkur í margar áttir. Hvaða leiðir eru færar? Hvað segja þær okkur um framtíð Evrópusambandsins? Og hvaða efnahagslegu og pólitísku áhrif gætu þær haft?

Fundurinn er hluti af fundaröð Alþjóðamálastofnunar Evrópusamræður 2012-2013, sem er styrkt af Evrópustofu, upplýsingaskrifstofu Evrópusambandsins á Íslandi, og úr Jean Monnet sjóði ESB, og er skipulagður í samvinnu við franska sendiráðið á Íslandi.

Fundurinn fer fram í fundarsal Norræna hússins milli klukkan 12 og 13.

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur 2.4.2013

Flokkun:

Fréttir

Efnisorð

Tilvísun

Evrópuvefur. „Fyrirlestur: Evrópusambandið: Breytilegur samruni eða ein leið fyrir alla?“. Evrópuvefurinn 2.4.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=70937. (Skoðað 26.4.2024).

Höfundur

Evrópuvefur

Við þetta svar er engin athugasemd Fela