Spurning
Opinn fundur Lagastofnunar HÍ: ESB og auðlindirnar
Spyrjandi
Ritstjórn
Svar
Miðvikudaginn 20. mars verður haldinn opinn fundur um ESB og auðlindirnar á vegum Lagastofnunar Háskóla Íslands. Frummælandi er Stefán Már Stefánsson prófessor við Lagadeild og fundarstjóri er María Thejll forstöðumaður Lagastofnunar Háskóla Íslands. Í auglýsingu viðburðarins segir:Íslenskar lagareglur geta mælt fyrir um eignarhald og nýtingu íslenskra náttúruauðlinda. Þetta gildir þó innan þeirra marka sem leiða má af þjóðréttarsamningum sem Ísland hefur gert. Að hvaða marki er unnt að áskilja íslenska ríkinu og borgurum þess eignarrétt og stjórnunarrétt að auðlindum landsins þannig að samræmist reglum ESB og EES-samningnum? Er unnt að skylda aðildarríki til nýta orkuauðlindir í þágu annarra aðildarríkja og ef svo er að hvaða marki?Fundurinn fer fram í stofu 101 í Lögbergi milli klukkan 12 og 13:30.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur14.3.2013
Flokkun:
Efnisorð
Tilvísun
Evrópuvefur. „Opinn fundur Lagastofnunar HÍ: ESB og auðlindirnar“. Evrópuvefurinn 14.3.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=70936. (Skoðað 6.12.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela