Spurning

Fundur: Ísland, fullveldið og alþjóðasamfélagið

Spyrjandi

Ritstjórn

Svar

Miðvikudaginn 27. febrúar fer fram síðasti fundurinn í fundaröð um fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskrá Íslands. Yfirskrift fundarins er Ísland, fullveldið og alþjóðasamfélagið:
  • Fullveldið og utanríkismál í stjórnarskránni.
  • Að hvaða marki leyfir stjórnarskráin framsal ríkisvalds?
  • Ákvörðun um aðild að ESB og áhrif á íslenska stjórnskipun.

Framsögumenn og þátttakendur í pallborði eru Björg Thorarensen, prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands, Kristrún Heimisdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri, og Bjarni Már Magnússon, sérfræðingur við Lagadeild Háskólans í Reykjavík. Fundarstjóri er Róbert R. Spanó, prófessor og forseti Lagadeildar Háskóla Íslands.

Að fundaröðinni standa Lagadeild, Stjórnmálafræðideild og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands í samvinnu við Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Bifröst og Háskólann á Akureyri.

Fundurinn fer fram í Hátíðarsal Háskóla Íslands milli klukkan 12 og 14.

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur25.2.2013

Flokkun:

Fréttir

Efnisorð

Tilvísun

Evrópuvefur. „Fundur: Ísland, fullveldið og alþjóðasamfélagið“. Evrópuvefurinn 25.2.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=70935. (Skoðað 6.10.2024).

Höfundur

Evrópuvefur

Við þetta svar er engin athugasemd Fela