Spurning
Hádegisverðarfundur: Skuldavandi Evrópuríkja og framtíð evrunnar
Spyrjandi
Ritstjórn
Svar
Þann 19. febrúar stendur Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga fyrir hádegisverðarfundi um skuldavanda Evrópuríkja og framtíð evrunnar. Í tilkynningu segir að frummælandi verði Peter Bekx, yfirmaður alþjóðlegra efnahags- og fjármála hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og lykilmaður í mótun viðbragða ESB vegna skuldavanda evruríkjanna. Hann mun meðal annars fjalla um breytingarnar á hagstjórn evrusvæðisins frá 2009, stöðuna í dag og hvernig hún gæti orðið eftir tvö ár með tilliti til stöðugleika og trúverðugleika evrunnar. Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, tekur þátt í pallborðsumræðum en fundarstjóri verður Sigríður Mogensen, hagfræðingur. Fundurinn fer fram í Sunnusal Hótels Sögu þriðjudaginn 19. febrúar og hefst klukkan 12. Nánari upplýsingar um fundinn, skráningu og verð, má finna á heimasíðu Félags viðskipta- og hagfræðinga.Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur18.2.2013
Flokkun:
Efnisorð
Tilvísun
Evrópuvefur. „Hádegisverðarfundur: Skuldavandi Evrópuríkja og framtíð evrunnar“. Evrópuvefurinn 18.2.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=70934. (Skoðað 9.9.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela