Spurning

Fundur um framtíð aðildarumsóknar Íslands að ESB

Spyrjandi

Ritstjórn

Svar

Þriðjudaginn 5. febrúar 2013 klukkan 12:00 mun Heimssýn – hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum standa fyrir opnum fundi um framtíð aðildarumsóknar Íslands að ESB í Norræna húsinu.

Í auglýsingu Heimssýnar um fundinn segir að framtíð aðildarumsóknarinnar muni fyrst og fremst ráðast af afstöðu flokkanna til málsins og árangri þeirra í kosningunum í vor. Heimssýn hafi ákveðið að gefa kjósendum tækifæri til þess að kynna sér afstöðu flokkanna til aðildarumsóknarinnar með því að halda opinn fund um málið. Í fyrri hluta fundarins fær hver frummælandi að kynna afstöðu sína og síns flokks en í seinni hluta verður fundargestum gefið færi á að koma með spurningar úr sal.

Ásmundur Einar Daðason, formaður Heimssýnar, setur fundinn, en fundarstjóri verður Páll Magnússon útvarpsstjóri.

Frummælendur verða:
  • Árni Þór Sigurðsson – þingflokksformaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs
  • Bjarni Benediktsson – formaður Sjálfstæðisflokksins
  • Guðmundur Steingrímsson – formaður Bjartrar framtíðar
  • Sigmundur Davíð Gunnlaugsson – formaður Framsóknarflokksins
  • Nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar

Heimssýn hvetur fólk til þess að mæta og vonast eftir opinskárri og málefnalegri umræðu.

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur31.1.2013

Flokkun:

Fréttir

Efnisorð

Tilvísun

Evrópuvefur. „Fundur um framtíð aðildarumsóknar Íslands að ESB“. Evrópuvefurinn 31.1.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=70932. (Skoðað 9.9.2024).

Höfundur

Evrópuvefur

Við þetta svar er engin athugasemd Fela