Spurning

Málstofa: Þrautalánveitandi ríkja á sameiginlegu myntsvæði

Spyrjandi

Ritstjórn

Svar

Þriðjudaginn 22. janúar heldur Gylfi Magnússon, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, erindi á málstofu Viðskiptafræðideildar undir yfirskriftinni „Þrautalánveitandi ríkja á sameiginlegu myntsvæði“.

Í auglýsingu viðburðarins segir: „Kenningin um hagkvæm myntsvæði varð einkum til og þróaðist á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar við talsvert aðrar aðstæður en nú, m.a. minni bankakerfi og mun minna flæði fjármagns milli landa. Sviptingar á evrusvæðinu undanfarin ár sýna að þegar kenningin var þróuð og síðar tekin ákvörðun um sameiginlega Evrópumynt á grundvelli hennar sáu menn ekki fyrir ýmsa ókosti eða ósvaraðar spurningar sem nú hafa komið í ljós. Þannig horfðu menn að mestu framhjá hlutverki seðlabanka einstakra landa sem þrautalánveitanda viðkomandi ríkis. Jafnframt var horft fram hjá þeim möguleika að hagkerfi gætu orðið fyrir áföllum sem eiga uppruna sinn í fjármálakerfinu. Loks var lítt hugað að því hvernig samtvinnuð fjármálakerfi margra landa geta búið til vanda sem ókleift er að leysa nema í samvinnu margra ríkja. Í núverandi fjármálakrísu hafa menn neyðst til að takast á við þessi atriði, m.a. með því að endurskilgreina hlutverk Seðlabanka Evrópu sem þrautalánveitanda einstakra ríkja í raun.“

Málstofan fer fram milli klukkan 12 og 13 í stofu HT-101 á Háskólatorgi.

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur16.1.2013

Flokkun:

Fréttir

Efnisorð

Tilvísun

Evrópuvefur. „Málstofa: Þrautalánveitandi ríkja á sameiginlegu myntsvæði“. Evrópuvefurinn 16.1.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=70930. (Skoðað 14.4.2024).

Höfundur

Evrópuvefur

Við þetta svar er engin athugasemd Fela