Spurning

Málstofa: Byggðastefna ESB og Ísland

Spyrjandi

Ritstjórn

Svar

Föstudaginn 16. nóvember klukkan 12 býður Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands til málstofu um byggðastefnu ESB og Ísland. Málstofan er hluti af fundaröðinni Evrópusamræður sem er styrkt af Evrópustofu, upplýsingaskrifstofu ESB á Íslandi, og Jean Monnet sjóði Evrópusambandsins. Fundurinn fer fram í stofu 201 í Odda.

Á fundinum flytur John Bachtler, prófessor í Evrópufræðum og forstöðumaður European Policies Research Centre við Strathclyde háskóla í Bretlandi, erindi um byggðastefnuna og reynslu Skota og Kari Aalto, forstöðumaður Evrópuskrifstofunnar í Norður-Finnlandi, segir frá reynslu Finna. Anna Margrét Guðjónsdóttir, ráðgjafi í Evrópumálum, ræðir byggðamál frá íslensku sjónarhorni og leiðir pallborðsumræður í lokin.

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur14.11.2012

Flokkun:

Fréttir

Efnisorð

Tilvísun

Evrópuvefur. „Málstofa: Byggðastefna ESB og Ísland“. Evrópuvefurinn 14.11.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=70921. (Skoðað 17.6.2024).

Höfundur

Evrópuvefur

Við þetta svar er engin athugasemd Fela