Spurning

Evrópuvefurinn í Háskóla unga fólksins

Spyrjandi

Ritstjórn

Svar

Háskóli unga fólksins var haldinn í níunda sinn dagana 11.-15. júní. Um 300 krakkar og unglingar á aldrinum 12 til 16 ára lögðu undir sig háskólasvæðið og sóttu námskeið á margvíslegum sviðum vísindanna. Í ár var Evrópuvefurinn í fyrsta sinn á meðal þeirra sem buðu nemendum upp á námskeið.

Á námskeiðinu veltu nemendur fyrir sér spurningum eins og hvað þetta Evrópusamband er sem allir eru að tala um? Hvernig það varð eiginlega til og af hverju? Hvaða lönd eru í sambandinu og hvort Ísland ætti einhverja samleið með þeim? Ráða öll ríkin jafnt eða sum meira en önnur? Hefur aðild að Evrópusambandinu einhver áhrif á lýðræði? Af hverju vilja sumir að Ísland gangi í ESB og aðrir alls ekki? Og skipta Evrópumál einhverju máli fyrir ungt fólk í dag?

Um leið voru nemendurnir fræddir um það hvað hlutlausar upplýsingar eru, hvar þær er að finna og af hverju þær eru mikilvægar og fengu þar með að kynnast starfi Evrópuvefsins sem er hlutlaus upplýsingaveita sem svarar spurningum um Evrópusambandið, Evrópumál og aðildarviðræður Íslands.

Á Facebook-síðu Háskóla unga fólksins er að finna myndir og frekari upplýsingar.

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur15.6.2012

Flokkun:

Fréttir

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Evrópuvefsins. „Evrópuvefurinn í Háskóla unga fólksins“. Evrópuvefurinn 15.6.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=70905. (Skoðað 24.4.2024).

Við þetta svar er engin athugasemd Fela