Spurning

Kommúnismi

Spyrjandi

Evrópuvefur

Svar

(communism). Stjórnmálakenning sem felur í sér að afnema beri stéttamun, einkaeign atvinnutækja og hagkerfi auðmagnsins. Helsti höfundur þessarar kenningar var Karl Marx (1818-1883). Kommúnistar tóku völdin í Rússlandi í októberbyltingunni 1917 og breyttu rússneska keisaradæminu í Sovétríkin. Mörg önnur lönd tóku upp kenningar kommúnismans á árunum 1945-1950 og hann telst enn í dag ríkjandi hugmyndafræði í Kína og Norður-Kóreu og á Kúbu.

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur23.6.2011

Tilvísun

Evrópuvefur. „Kommúnismi“. Evrópuvefurinn 23.6.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60038. (Skoðað 20.5.2024).

Höfundur

Evrópuvefur

Við þetta svar er engin athugasemd Fela