Er fiskurinn ekki okkar mest selda vara til útlanda og þá mikið til Evrópu?
Spyrjandi
Jón Tómas Sigurðsson
Svar
Hlutfall sjávarafurða í vöruútflutningi Íslands hefur lækkað á undanförnum árum á meðan hlutfall iðnaðarvara hefur hækkað. Árið 2011 var fjórða árið í röð þar sem meira var flutt út af iðnaðarvörum en sjávarafurðum. Útflutningsverðmæti sjávarafurða árið 2011 var 251,6 milljarður króna eða 40,6% af heildarverðmæti íslensks vöruútflutnings. 72,6% allra útfluttra sjávarafurða voru seld til EES-ríkjanna það árið. Núgildandi samningar Íslands við Evrópusambandið tryggja að miklu leyti fríverslun með sjávarafurðir en 90% útfluttra sjávarafurða frá Íslandi til ESB-ríkjanna bera enga tolla.- Hagtíðindi 2012. Utanríkisverslun. (Skoðaða 24.01.2013).
- Skýrsla starfshóps á vegum utanríkisráðuneytisins, sjávarútvegsráðuneytis og hagsmunasamtaka í íslenskum sjávarútvegi (2004). Fiskveiðiauðlindin, Ísland og Evrópusambandið. (Skoðað 24.01.2013).
- Utanríkisráðuneytið (1999). Fræðsluefni um EES-samninginn og framkvæmd hans: Fyrirlestrar um EES-efni. (Skoðað 24.01.2013).
- Fresh fish on ice - flickr.com. (Sótt 24.01.2013).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur25.1.2013
Flokkun:
Efnisorð
ESB sjávarútvegur EES-samningurinn sjávarafurðir útflutningur Hagstofa sjávarfang Bókun 9 Viðskipti með íslenskar sjávarafurðir vöruútflutningur útflutningsverðmæti íslenskra sjávarrafurða tollar afnám tolla iðnaðarvörur fiskneysla
Tilvísun
Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Er fiskurinn ekki okkar mest selda vara til útlanda og þá mikið til Evrópu?“. Evrópuvefurinn 25.1.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63808. (Skoðað 4.10.2024).
Höfundur
Þorvarður Kjerulf Sigurjónssonalþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hvað stendur í bókun 9 við EES-samninginn?
- Verður einokun fárra fyrirtækja á fiskimiðum ekki aflétt með inngöngu í ESB?
- Hvernig hefur sjávarútvegsstefna ESB þróast í tímans rás?
- Mundi ESB-aðild breyta því hvernig tekið yrði á því ef nýr fiskistofn gengi inn í íslenska fiskveiðilögsögu? Hefði verið betra eða verra í núverandi makríldeilu að vera aðili að ESB?
- Fengju erlendir togarar aðgang að veiðum innan íslenskrar efnahagslögsögu, óháð hugsanlegum útfærslum í aðildarsamningi Íslands og ESB, ef Ísland yrði aðili að ESB?
- Er ríkisaðstoð til sjávarútvegs leyfileg innan ESB?
- Hver eru markmið Íslands á sviði sjávarútvegsmála í aðildarviðræðum við ESB?
- Um hvað snýst umræðan um áhrif ESB-aðildar á sjávarútvegsstefnu Íslands?
- Um hvað snýst endurskoðunin á sjávarútvegsstefnu ESB sem nú stendur yfir?
- Hversu mikið af heimilaðri veiði á ári hverju fengju togarar ESB að veiða í íslenskri landhelgi gengi Ísland í Evrópusambandið?