Er ríkisaðstoð til sjávarútvegs leyfileg innan ESB?
Spyrjandi
Egill Almar Ágústsson
Svar
Regluverk Evrópusambandsins bannar að mestu ríkisstyrki sem geta haft áhrif á viðskipti milli aðildarríkja þess með því að ívilna ákveðnum ríkjum eða svæðum, fyrirtækjum eða framleiðslu ákveðinna vara. Markmiðið er að stuðla að virkri samkeppni innan innri markaðar ESB. Ákveðnar undanþágur eru veittar ef inngrip ríkisins er talið nauðsynlegt til að tryggja skilvirkt og sanngjarnt hagkerfi. Sjá nánar um almenn skilyrði fyrir undanþágum í svari við spurningunni Hver er stefna ESB varðandi ríkisstyrki til einkafyrirtækja? Undanþágur frá ríkisaðstoðarreglum ESB eru veittar vegna ákveðinna tegunda af ríkisstyrkjum til sjávarútvegs sem ekki eru taldir bjaga samkeppni. Annars vegar eru ríkisstyrkir til smárra og miðlungsstórra fyrirtækja og hins vegar svokölluð lágmarksaðstoð (de minimis aid). Undanþágurnar falla undir reglugerð um hópundanþágur, sjá nánar á heimasíðu fjármálaráðuneytisins.- Upphæð þeirra má ekki fara yfir 1 milljón evra árlega til hvers styrkþega eða 165 milljónir króna á genginu í ágúst 2011.
- Heildarupphæð til hvers verkefnis má ekki fara yfir 2 milljónir evra eða 330 milljónir króna.
- Einungis má veita smáum eða miðlungsstórum fyrirtækjum styrki.
- Styrkveiting verður að lúta reglum Evrópska fiskveiðisjóðsins (European Fisheries Fund, EFF).
- Ekki má veita styrki til aðila sem hefur verið gert að endurgreiða ólöglegan styrk fyrr en því máli er formlega lokið.
- Óheimilt er að fara í kringum ákvæði um leyfilega hámarksupphæð aðstoðar með því að skipta henni upp í nokkrar greiðslur.
- Óheimilt er að veita aðstoð til fyrirtækja í kröggum.
- Skylt er að hafa umsjón með aðstoðinni á gagnsæjan hátt.
- Óheimilt er að nota aðstoðina til að smíða eða kaupa fiskiskip.
- Óheimilt er að nota aðstoðina á þann hátt að hún trufli almennt skipulag markaðar fyrir sjávarafurðir.
- Utanríkisráðuneytið: Styrkjakerfi Evrópusambandsins í sjávarútvegi
- Heimasíða framkvæmdastjórnar ESB. Fisheries: State Aid
- Framkvæmdastjórn ESB: Reglugerð um ríkisaðstoð til smárra og miðlungsstórra fyrirtækja
- Framkvæmdastjórn ESB: Leiðbeiningar um ríkisstuðning varðandi sjávarútveg og fiskirækt
- Ráð ESB: Reglugerð um Evrópska fiskveiðisjóðinn
- Mynd sótt 11.8.2011 af heimasíðu Times Union
Hvetur ESB til framleiðslustyrkja til einkafyrirtækja þ.e. fyrir utan landbúnað? Bannar ESB opinbera styrki til einkafyrirtækja?
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur11.8.2011
Flokkun:
Efnisorð
ríkisstyrkir sjávarútvegur undanþágur Evrópski fiskveiðisjóðurinn European Fisheries Fund EFF lágmarksaðstoð de minimis aid samkeppni innri markaður hópundanþágur skipakaup fiskveiðifloti
Tilvísun
Vilborg Ása Guðjónsdóttir. „Er ríkisaðstoð til sjávarútvegs leyfileg innan ESB?“. Evrópuvefurinn 11.8.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60421. (Skoðað 4.10.2024).
Höfundur
Vilborg Ása Guðjónsdóttiralþjóðastjórnmálafræðingur og verkefnastjóri á Evrópuvef
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hver er stefna ESB varðandi ríkisstyrki til einkafyrirtækja?
- Hvaða mál um brot íslenskra stjórnvalda á ríkisaðstoðarreglum EES eru nú til skoðunar hjá eftirlitsstofnun EFTA?
- Um hvað snýst endurskoðunin á sjávarútvegsstefnu ESB sem nú stendur yfir?
- Um hvað snýst umræðan um áhrif ESB-aðildar á sjávarútvegsstefnu Íslands?
- Hver eru markmið Íslands á sviði sjávarútvegsmála í aðildarviðræðum við ESB?
- Er ríkisaðstoð til landbúnaðar leyfileg innan ESB?
- Er ríkisaðstoð til skógræktar leyfileg innan ESB?