Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að viðræður - 52 svör fundust
Niðurstöður

Hvort er Ísland í aðlögunar- eða viðræðuferli við ESB?

Evrópusambandið getur farið fram á að umsóknarríki komi til móts við ákveðin viðmið (e. benchmarks) áður en viðræður um tiltekinn samningskafla hefjast eða þeim lýkur. Í því getur falist aðlögun að regluverki sambandsins. Of snemmt er að segja til um hvort sambandið muni krefja Ísland um aðlögun að regluverki ESB ...

Getur almenningur einhvers staðar fylgst með samningaferlinu við Evrópusambandið?

Á heimasíðu utanríkisráðuneytisins um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið, viðræður.is, er að finna margvíslegan fróðleik tengdan samningaferlinu. Á meðal þess efnis sem þar ber hæst eru: Formleg gögn eins og umsókn Íslands og álit meiri hluta utanríkismálanefndar Alþingis á umsókninni. Ýmis gögn Evrópusamban...

Evrópska nágrannastefnan

Evrópsku nágrannastefnunni (e. European Neighbourhood Policy) var komið á fót í kjölfar stækkunar Evrópusambandsins árið 2004. Hún á að varna því að bilið milli hins stækkaða sambands og nýju nágrannaríkjanna í austri og suðri breikki. Stefnunni er ætlað að styrkja tengslin milli Evrópusambandsins og 16 nánustu ná...

Aðildarsaga

Lönd Umsóknarár Aðild hafnað Aðild hefst Belgía 1952 Frakkland 1952 Holland 1952 Ítalía 1952 ...

Er hægt að loka samningskafla í aðildarviðræðum við ESB án þess að umsóknarríki sé búið að uppfylla kröfur um upptöku regluverks og annað?

Í stuttu máli er svarið nei. Það er ekki hægt að loka samningskafla í aðildarviðræðum við ESB án þess að umsóknarríki sé búið að uppfylla kröfur um upptöku regluverks sambandsins og annað. Til grundvallar aðildarviðræðum við Evrópusambandið liggja réttarreglur sambandsins og að meginreglu þarf sérhvert umsóknarrík...

Var gert hlé á aðildarviðræðum Íslands og ESB eða var þeim slitið? Stundum finnst manni það óljóst í umræðunni.

Stefna ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum mælir fyrir um að hlé sé gert á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og úttekt gerð á stöðu viðræðanna og þróun mála innan ESB. Þá verði aðildarviðræður ekki hafnar aftur fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu en hvort og hvenær hún á að fara fram er óljóst. Aðilda...

Að hverju voru Króatar spurðir í þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild að ESB?

Króatar kusu um aðild að Evrópusambandinu þann 22. janúar 2012. Á kjörseðlinum stóð: „Ert þú hlynntur aðild lýðveldisins Króatíu að Evrópusambandinu? Með - Á móti“. Kosningaþátttaka var í kringum 43% og þar af voru 67% kjósenda samþykkir aðild. Stefnt er að formlegri inngöngu Króatíu í sambandið þann 1. júlí 2013,...

Doha-samningalotan

Doha-samningalotan svonefnda eru samningaviðræður sem aðildarríki Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar hafa staðið í með hléum síðastliðin tólf ár. Markmið viðræðnanna er að minnka viðskiptahömlur milli ríkja í alþjóðaviðskiptum og þá einkum á þeim sviðum fríverslunar sem gæti gagnast fátækum ríkjum hvað mest, líkt og í...

Hvað breytist varðandi réttindi á vinnumarkaði með inngöngu í ESB?

Regluverk Evrópusambandsins sem snýr að réttindum á vinnumarkaði byggist á grundvallarreglunni um frjálsa för launþega og samvinnu aðildarríkjanna í félags- og atvinnumálum. Þær reglur sem gilda um frjálsa för launafólks hafa þegar verið innleiddar í íslenska löggjöf á grundvelli EES-samningsins. Jafnframt hefur m...

Hvað þýðir tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla í tengslum við hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu?

Á árunum 2008-2009 var til umræðu að vísa því til þjóðaratkvæðis hvort Ísland ætti að hefja viðræður við ESB um aðild að sambandinu. Ef það yrði samþykkt og samningsdrög gerð átti síðan að vísa fullgildingu þeirra einnig til þjóðaratkvæðis. -- Einnig hefur verið rætt um „tvöfalt þjóðaratkvæði“ í tengslum við stjór...

Hver er staða Íslands ef við hættum viðræðum við ESB?

Ef íslensk stjórnvöld ákveða að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka, eða gera ótímabundið hlé á viðræðunum, mun staða Íslands vera óbreytt frá því sem nú er. EES-samningurinn héldi gildi sínu og yrði áfram helsta stoðin í samskiptum Íslands við Evrópusambandið en með honum hefur Ísland aðgang ...

Hvaða áhrif hefur endurkjör Barack Obama Bandaríkjaforseta á Evrópusambandið?

Það fór varla framhjá neinum að Barack Obama, frambjóðandi demókrataflokksins, var endurkjörinn forseti Bandaríkjanna síðastliðinn þriðjudag, 6. nóvember. Í aðdraganda kosninganna hafði alþjóðleg könnun leitt í ljós að á heimsvísu hefði Obama hlotið yfirburðakosningu, eða 81% atkvæða gegn 19% atkvæða til stuðnings...

Hver eru samningsmarkmið Íslands í landbúnaðarmálum?

Samningsmarkmið Íslands á sviði landbúnaðar og dreifbýlisþróunar í samningaviðræðum við Evrópusambandið hafa ekki verið fullmótuð. Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn að ESB koma þó fram ákveðin meginmarkmið sem samninganefnd Íslands og samningahópi um landbúnaðarmál er gert að hafa t...

Hvert er hlutverk Feneyjanefndar Evrópuráðsins?

Feneyjanefnd hefur verið nokkuð í umræðunni að undanförnu eða frá því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis óskaði eftir áliti nefndarinnar á frumvarpi til stjórnskipunarlaga Íslands. Meginhlutverk nefndarinnar er einmitt þetta: að veita ríkjum lögfræðilegt álit sitt á lagafrumvörpum sem eru mikilvæg fyrir...

Hefur almenningur einhver áhrif á samningaviðræðurnar við ESB eða ákveður Alþingi og utanríkisráðherra alfarið hvernig þeim mun ljúka?

Almenningur hefur enga formlega möguleika til að hafa áhrif á samningaviðræðurnar við Evrópusambandið meðan á þeim stendur. Þegar viðræðunum lýkur mun þjóðin hins vegar taka afstöðu til aðildar í þjóðaratkvæðagreiðslu í ljósi niðurstöðu samningaviðræðnanna, það er að segja þeirra skilyrða sem aðild mundu fylgja. ...

  • Síða nr. 1 2 3

Leita aftur: