Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að verðbólga - 28 svör fundust
Niðurstöður

Hver var niðurstaða skýrslu Seðlabankans um gjaldmiðilsmál með tilliti til þess hvort það sé hægt eða skynsamlegt að taka einhliða upp erlenda mynt?

Með tilliti til ofangreindrar spurningar var niðurstaða skýrslu Seðlabanka Íslands um gjaldmiðils- og gengismál sú að hægt er að taka einhliða upp erlenda mynt og það á frekar skömmum tíma. Hins vegar telja skýrsluhöfundar að einhliða upptaka annars gjaldmiðils sé ekki skynsamlegur valkostur fyrir Ísland. *** ...

Hvaða ESB-ríki utan evrusvæðisins uppfylla Maastricht-skilyrðin?

Danmörk var eina ríkið, af þeim tíu ESB-ríkjum sem standa utan evrusvæðisins, sem uppfyllti öll Maastricht-skilyrðin árið 2011, þetta kemur fram í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn á Alþingi í febrúar 2013. Einungis þrjú ríki uppfylltu skilyrðið um verðstöðugleika og fimm ríki uppfylltu skilyrðið um vexti. Þr...

Hverjir eru vextir innan ESB, hver er vaxtamunurinn innan þess og hver er sambærileg vaxtatala fyrir Ísland?

Vextir innan Evrópusambandsins eru mjög mismunandi, sérstaklega ef horft er bæði á vexti til neytenda og fyrirtækja. Þar hefur ekki aðeins áhrif hvort viðkomandi land notist við evruna eða ekki heldur einnig hversu þróað bankakerfið er í viðkomandi landi. *** Þegar vextir eru bornir saman milli aðildarríkja...

Hvað á Krugman við þegar hann segir í nýlegri grein að 'það að festa gengi krónunnar við gengi evru hefði ekki hjálpað við að draga úr skuldavandanum og hefði valdið mun meira atvinnuleysi'?

Krugman á líklega við að gengisfelling krónunnar hafi viðhaldið tekjum íslenskra heimila betur, miðað við skuldabyrði þeirra, heldur en ef krónan hefði verið á fastgengi við evruna. Gengisfelling krónunnar hafi þannig stuðlað að því að hægt var að koma í veg fyrir skuldahjöðnun og enn meiri efnahagsvanda á Íslandi...

Hvers vegna geta bankar krafist verðbóta af útlánum en þurfa ekki að greiða einstaklingum verðbætur á innlán?

Bankar og sparisjóðir bjóða bæði upp á verðtryggð og óverðtryggð inn- og útlán. Hér á Íslandi gildir almennt að það er samkomulagsatriði á milli lántakanda og lánveitanda hvort lán er verðtryggt eða óverðtryggt. Þó er óheimilt að verðtryggja lán til skemmri tíma en fimm ára og innstæður til skemmri tíma en þriggja...

Er Ísland nálægt því að uppfylla Maastricht-skilyrðin fyrir upptöku evru?

Ísland uppfyllir ekki Maastricht-skilyrðin og í sögulegu tilliti hefur Íslandi tekist illa að halda sig innan marka þeirra. Frá árinu 1998 hefur Ísland einungis uppfyllt verðbólgumarkmiðið fimm sinnum og þá yfirleitt í fremur stuttan tíma. Ísland uppfyllti skilyrðin um opinber fjármál á árunum 2000 og 2005 en efti...

Hverjir eru möguleikar Íslands á að tengja gengi krónunnar við evru?

Gengistenging felst í því að gengi innlends gjaldmiðils er tengt öðrum gjaldmiðli eða körfu gjaldmiðla. Hægt væri að tengja gengi krónunnar við evru án þess að Ísland gengi í Evrópusambandið. Ef Ísland mundi tengja gengi krónunnar við evru yrði ákveðið verð krónu skilgreint gagnvart evru sem Seðlabanki Íslands mun...

Gætum við tekið upp dönsku krónuna í staðinn fyrir evruna?

Já, Ísland gæti tekið upp dönsku krónuna í stað evru. Tenging við eða upptaka dönsku krónunnar yrði þó að vera einhliða af hálfu Íslands, án sérstaks samráðs við dönsk stjórnvöld, sökum þátttöku Danmerkur í evrópska gengissamstarfinu. Þetta er vegna þess að Evrópusambandið leggst gegn því að utanaðkomandi ríki tak...

Eru til traustar rannsóknir á því hvort efnahagslegur ávinningur hafi verið af evrusamstarfinu?

Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvaða mælikvarði er notaður á „efnahagslegan ávinning“. Hér verður notast við raunhagvöxt á mann, það er breytingar á landsframleiðslu á mann. Síðan evran var tekin upp árið 1999 hefur raunhagvöxtur á mann dregist saman í evrulöndunum. Óvíst er hins vegar hvort evrunni sé...

Hvaða reglur gilda um verðtryggingu lána í ESB?

Í neytendalögum Evrópusambandsins felst öflug neytendavernd og eru meðal annars lagðar ákveðnar kvaðir á banka og fjármálastofnanir sem veita neytendum lán. Almennir skilmálar neytendalána í aðildarríkjunum hafa verið samræmdir í löggjöf ESB, þar á meðal eru helstu upplýsingar sem neytendur ættu að búa yfir við l...

Hvaða áhrif hefðu lægri vextir með tilkomu evru á greiðslubyrði húsnæðislána til lengri tíma? Hvaða líkur eru á að lægri vextir hækki húsnæðisverð?

Svörin við þessum spurningum velta á fjölmörgum þáttum. Í fyrsta lagi er algerlega óvíst hversu mikið evruupptaka ein og sér mundi lækka vexti á Íslandi. Í öðru lagi fer greiðslubyrði af lánum ekki eingöngu eftir því hvað þau bera háa vexti heldur einnig lánsupphæð og lánstíma, að ógleymdri verðtryggingunni. Í þri...

Er það rétt sem haldið hefur verið fram í áberandi auglýsingum að lántakandi í „Evrulandi“ árið 2006 skuldi nú aðeins um þriðjung þess sem sá skuldar sem tók lán hjá Íbúðalánasjóði á sama tíma?

Rétt er að taka fram að svarið við þessari spurningu fer eftir gefnum forsendum. Almennt eru húsnæðislán á Íslandi dýrari en annars staðar í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Ástæðurnar eru einkum tvær: Greiðsluform húsnæðislána (verðtrygging höfuðstóls) og háir vextir. *** Rétt er að benda lesendum á það st...

Mundi það þýða endalok ESB ef evrusamstarfið liðaðist í sundur - og þá sérstaklega í ljósi fjórfrelsisins?

Stutta svarið er nei – en málið er vitaskuld einnig svolítið flóknara. Myntbandalag Evrópu er rekið sem sérstakt stefnusvið innan Evrópusambandsins og er þannig lagað ekkert ósvipað öðrum stefnumálum þess, á borð við landbúnaðarstefnuna eða Schengen-landamærasamstarfið. Til að svara ofangreindri spurningu er einn...

  • Síða nr. 1 2

Leita aftur: