Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að stofnanir - 101 svör fundust
Niðurstöður

Er spilling landlæg í Brussel? - Myndband

Ekki er hægt að gefa neitt einhlítt svar við því hvort spilling sé landlæg í Brussel. Spilling er hvarvetna til og á sér stað á landsvísu í Belgíu sem og í helstu stofnunum Evrópusambandsins, sem staðsettar eru í höfuðborg hennar. Niðurstöður kannana á viðhorfum almennings í Evrópu leiða í ljós að meirihluti svare...

Evrópuráðið

Evrópuráðið (Council of Europe) var stofnað í Strassborg árið 1949 til þess að stuðla að friði og verja og efla mannréttindi, lýðræði, réttarríkið og evrópska samkennd. Eitt meginmarkmið Evrópuráðsins var að búa til vettvang þar sem leitað yrði virkra úrræða til þess að samræma stefnur og aðgerðir aðildarríkjanna ...

Samstarfsvettvangur ESB og nágrannaríkja þess í austri

Samstarfsvettvangur Evrópusambandsins og nágrannaríkja þess í austri (e. Eastern Partnership) var stofnaður á fundi leiðtoga ESB og sex nágrannaríkja þess í Austur-Evrópu og Suður-Kákasus í Prag árið 2009. Samstarfinu er ætlað að efla efnahagslegt og stjórnmálalegt samband ESB og samstarfsríkjanna; Armeníu, Aserba...

Hvaða leiðir eru hentugastar fyrir Evrópusambandið til að ná fram málum í andstöðu við einstök smáríki innan sambandsins?

Sáttmálum Evrópusambandsins og skilmálum aðildarsamninga einstakra ríkja er aldrei hægt að breyta nema með samþykki allra aðildarríkjanna og með fullgildingu samkvæmt stjórnskipunarreglum hvers og eins ríkis. Með setningu afleiddrar löggjafar, svo sem reglugerðar eða tilskipunar, er hins vegar vel mögulegt að mál ...

Stendur til að fleiri ríki fái aðild að EES-samningnum?

Undanfarin misseri hefur það verið til umræðu innan Evrópusambandsins að smáríkin Andorra, Mónakó og San Marínó verði þátttakendur í Evrópska efnahagssvæðinu með aðild að EES-samningnum eða fái aðgang að innri markaði Evrópusambandsins með samningi að fyrirmynd EES-samningsins. Þá hefur ESB einnig lagt til að Svis...

Hvaða viðskiptasamningar okkar falla niður við aðild að ESB? Hvaða samningar ESB kæmu í staðinn? Hver yrðu heildaráhrifin?

Ef Ísland gengi í ESB þyrfti að segja upp stofnsáttmála EFTA (sjá svar við spurningunni Hver er munurinn á EFTA og ESB?) og fríverslunarsamningum sem Ísland er aðili að sem EFTA-ríki. Sömuleiðis þyrfti að segja upp tvíhliða fríverslunarsamningum og gera breytingar á öðrum gildandi viðskiptasamningum svo að þeir s...

Sýnir skuldaklafi Grikkja að fjórfrelsi Evrópusambandsins var vanhugsað frá upphafi?

Frelsi til fjármagnsflutninga er ein stoð svonefnds fjórfrelsis. Við skilyrði frjálsra fjármagnsflutninga í heiminum varð til ójafnvægi í heimshagkerfinu, ekki einungis innan ESB. Á meðan sum ríki höfðu afgang í viðskiptum við útlönd og söfnuðu umframsparnaði, flæddi mikið lánsfé inn í önnur ríki sem söfnuðu háum ...

Alþjóðadómstóllinn í Haag

Alþjóðadómstóllinn (International Court of Justice, ICJ) var stofnaður árið 1945 á grundvelli stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og hóf störf í apríl 1946. Aðsetur dómstólsins er í Haag í Hollandi og er hann eina stofnunin af mikilvægustu stofnunum Sameinuðu þjóðanna sem ekki er staðsett í New York í Bandaríkjunum. ...

Sameinuðu þjóðirnar

Sameinuðu þjóðirnar, SÞ, (e. United Nations, UN) voru stofnaðar í kjölfar loka seinni heimsstyrjaldarinnar. Stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna var undirritaður í San Francisco þann 26. júní árið 1945 og gekk í gildi 24. október sama ár. Markmið Sameinuðu þjóðanna eru: að varðveita heimsfrið og öryggi, að efla vi...

Af hverju var Evrópusambandið stofnað? – 3. Fyrstu skrefin

Kola- og stálbandalagið (KSB) frá 1952 var hvorki stórt í sniðum né heldur var því ætlað umfangsmikið verksvið. Helstu tíðindin voru þau að fyrrverandi óvinaþjóðir hófu samstarf sem var yfirþjóðlegt; einfalt fullveldi einstakra ríkja vék á þessum vettvangi fyrir hagsmunum heildarinnar, svo sem friði, viðskiptum og...

Hvort er Ísland í aðlögunar- eða viðræðuferli við ESB?

Evrópusambandið getur farið fram á að umsóknarríki komi til móts við ákveðin viðmið (e. benchmarks) áður en viðræður um tiltekinn samningskafla hefjast eða þeim lýkur. Í því getur falist aðlögun að regluverki sambandsins. Of snemmt er að segja til um hvort sambandið muni krefja Ísland um aðlögun að regluverki ESB ...

Vestur-Evrópusambandið

Vestur-Evrópusambandið (VES; Western European Union, WEU) var stofnað árið 1954 sem varnarbandalag Evrópuríkja en það var leyst upp 30. júní 2011. Bandalagið byggðist á svonefndum Brussel-samningi (e. Brussels Treaty) um sameiginlegar varnir og samstarf í efnahags-, félags- og menningarmálum (e. Treaty on Economic...

EFTA/EES-ríkin

EFTA/EES-ríkin eru Ísland, Liechtenstein og Noregur, en það eru þau EFTA-ríki sem eiga aðild að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Með samningnum urðu EFTA/EES-ríkin hluti af innri markaði Evrópusambandsins, sem grundvallast á reglunum um svonefnt fjórfrelsi, og skuldbundu sig jafnframt til að taka upp í innl...

Landamærastofnun Evrópu

Landamærastofnun Evrópu (e. European Agency for the Management of Operational Cooperation at the External Borders of the Member States of the European Union), einkum þekkt undir nafninu FRONTEX (fr. frontières extérieures), var stofnuð árið 2004 með reglugerð ráðsins nr. 2007/2004. Hún hóf starfsemi árið 2005 og h...

Almenni dómstóllinn

Almenni dómstóllinn (e. General Court, EGC) tilheyrir Dómstól Evrópusambandsins og hefur aðsetur í Lúxemborg. Dómstólnum var komið á fót árið 1989 og hét hann þá fyrsta stigs dómstóllinn (e. Court of First Instance) en skipti um nafn við gildistöku Lissabon-sáttmálans árið 2009. Tuttugu og átta dómarar sitja v...

Leita aftur: