Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að skilyrði - 109 svör fundust
Niðurstöður

Hvernig er gjaldmiðli í ESB-ríki skipt út fyrir evru?

Að skipta út gjaldmiðli fyrir evru er stórt verkefni sem krefst mikils undirbúnings og tæknilegra aðgerða. Til að mynda þarf að tryggja að almenningur sé vel upplýstur um hvernig staðið verði að gjaldmiðilsskiptum í viðkomandi ESB-ríki, bankar og fyrirtæki þurfa að aðlaga tölvukerfi sín og bókhald í samræmi við ný...

Sjávarútvegssjóður Evrópu

Sjávarútvegssjóður Evrópu (e. European Fisheries Fund, EFF) hóf starfsemi árið 2007. Samið var um stofnun hans við endurskoðun sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins árið 2002 en sjóðurinn tók við af svonefndri fjármögnunarleið við þróun í sjávarútvegi (e. Financial Instrument for Fisheries Guidance, ...

Af hverju eru ekki allar þjóðir innan ESB með evru sem gjaldmiðil?

Ellefu af 28 aðildarríkjum Evrópusambandsins eru ekki hluti af evrusamstarfinu eða evruhópnum, eins og evruríkin eru oft nefnd. Tvö þeirra hafa varanlega undanþágu frá upptöku evru en hin níu eru skuldbundin til upptökunnar. Þau eru þó mislangt á veg komin með að uppfylla skilyrðin fyrir upptöku hins sameiginlega ...

Er Ísland nálægt því að uppfylla Maastricht-skilyrðin fyrir upptöku evru?

Ísland uppfyllir ekki Maastricht-skilyrðin og í sögulegu tilliti hefur Íslandi tekist illa að halda sig innan marka þeirra. Frá árinu 1998 hefur Ísland einungis uppfyllt verðbólgumarkmiðið fimm sinnum og þá yfirleitt í fremur stuttan tíma. Ísland uppfyllti skilyrðin um opinber fjármál á árunum 2000 og 2005 en efti...

Njóta fátækustu ríki heims sérstakra tollfríðinda hjá Evrópusambandinu?

Í stuttu máli er svarið já, fátækustu ríki heims njóta sérstakra tollfríðinda hjá Evrópusambandinu. Allt frá árinu 1971 hefur Evrópusambandið veitt þróunarríkjum aukinn markaðsaðgang að sambandinu, meðal annars með því að veita þeim tollfríðindi við innflutning á vörum á grundvelli almenns tollaívilnanakerfis (e. ...

Af hverju setur Evrópusambandið sérstakar reglur um öryggi leikfanga?

Reglur Evrópusambandsins um öryggi leikfanga eiga að tryggja öryggi og heilsu neytenda. Oftast eru það börn sem leika sér með leikföng og þau þurfa sérstaka vernd. Ekki er þó víst að öryggi sé betur tryggt með sameiginlegri evrópskri löggjöf en með reglum á forræði hvers aðildarríkis um sig. Megintilgangurinn með ...

Hverjir eru vextir innan ESB, hver er vaxtamunurinn innan þess og hver er sambærileg vaxtatala fyrir Ísland?

Vextir innan Evrópusambandsins eru mjög mismunandi, sérstaklega ef horft er bæði á vexti til neytenda og fyrirtækja. Þar hefur ekki aðeins áhrif hvort viðkomandi land notist við evruna eða ekki heldur einnig hversu þróað bankakerfið er í viðkomandi landi. *** Þegar vextir eru bornir saman milli aðildarríkja...

Getur Evrópusambandið gerst aðili að alþjóðlegum samningum?

Til þess að alþjóðastofnun eins og Evrópusambandið geti gerst aðili að alþjóðlegum samningi þarf hún að hafa aðildarhæfi (rétthæfi), það er hún þarf að geta notið réttinda og borið skyldur að þjóðarétti á sjálfstæðan hátt. Evrópusambandið hefur uppfyllt þessi skilyrði frá því árið 2009, þegar Lissabon-breytingarna...

Hver eru samningsmarkmið Íslands varðandi heimskautarefinn í viðræðunum við ESB?

Markmið Íslands varðandi heimskautarefinn, í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið, er að hann verði undanþeginn friðun og að hér verði áfram heimilt að setja reglur um stjórnun nýtingar og veiða á dýrum úr íslenskum stofnum heimskautarefsins. Samningskaflinn um umhverfismál, sem reglur sambandsins um verndun vill...

Geta háskólar í Skotlandi krafið Íslendinga um hærri skólagjöld af því að Ísland er ekki í Evrópusambandinu heldur aðeins aðili að EES-samningnum?

Stutta svarið er já. Aðilum að EES-samningnum er heimilt að mismuna námsmönnum eftir ríkisfangi, hafi þeir gert það fyrir gildistöku samningsins einnig. Um þetta var samið í sérstakri bókun við EES-samninginn. Aðildarríki Evrópusambandsins mega á hinn bóginn ekki innheimta hærri skólagjöld af ríkisborgurum annarra...

Hvaða varanlegu undanþágur frá núgildandi sáttmálum, lögum og reglum og lögum sem kunna að vera sett í framtíðinni fékk Króatía í aðildarsamningi við Evrópusambandið?

Í samningi Króata um aðild að Evrópusambandinu er ekki að finna neitt ákvæði um algjörlega varanlega undanþágu frá sáttmálum, lögum og reglum sambandsins. Samið var um eina sérlausn, vegna sérstakra landafræðilegra aðstæðna í Króatíu, en hún er skilyrðisbundin. Af gögnum málsins verður ekki séð með óyggjandi hætti...

Mun Ísland þurfa að borga til baka IPA-styrkina eftir að hafa gert hlé á aðildarviðræðunum við Evrópusambandið?

Eftir því sem Evrópuvefurinn kemst næst hafa umsóknarríki aldrei þurft að endurgreiða svonefnda IPA-styrki og hið sama gildir um kostnað Evrópusambandsins af aðildarviðræðunum sjálfum. Nú þegar íslensk stjórnvöld hafa formlega gert hlé á aðildarviðræðum landsins við Evrópusambandið ríkir óvissa um stöðu áætlaðra v...

Er ekki sanngjarnt að helmingur styrks frá ESB til að kynna sig á Íslandi renni til andstæðinga ESB-aðildar, eða að íslenska ríkið veiti þeim jafnháa fjárhæð, 5,0 milljarða króna á ári?

Evrópusambandið áætlar að verja 1,4 milljónum evra í kynningarmál hér á landi yfir tveggja ára tímabil, eða rúmum 230 milljónum íslenskra króna á genginu í ágúst 2011. Umsjón verkefnisins var boðin út haustið 2010 og þann 11. ágúst 2011 var tilkynnt að samið hefði verið um verkið við fyrirtækin Media Consulta Inte...

Hvernig aflar maður sér fjár 12 ára?

Á Íslandi er börnum yngri en 13 ára almennt bannað að vinna. Börn undir þeim aldri mega þó vinna við heimilisaðstoð á einkaheimilum og í fjölskyldufyrirtækjum, ef um er að ræða létt verk sem vara í skamman tíma og teljast hvorki skaðleg né hættuleg börnum. Einnig er heimilt að ráða börn undir 13 ára aldri til að t...

Er hægt að loka samningskafla í aðildarviðræðum við ESB án þess að umsóknarríki sé búið að uppfylla kröfur um upptöku regluverks og annað?

Í stuttu máli er svarið nei. Það er ekki hægt að loka samningskafla í aðildarviðræðum við ESB án þess að umsóknarríki sé búið að uppfylla kröfur um upptöku regluverks sambandsins og annað. Til grundvallar aðildarviðræðum við Evrópusambandið liggja réttarreglur sambandsins og að meginreglu þarf sérhvert umsóknarrík...

Leita aftur: