Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að reglugerð - 84 svör fundust
Niðurstöður

Evrópski viðbragðssjóðurinn fyrir fjármálastöðugleika

Evrópski viðbragðssjóðurinn fyrir fjármálastöðugleika (e. European Financial Stabilisation Mechanism, EFSM) er lánasjóður framkvæmdastjórnarinnar til aðstoðar aðildarríkjum Evrópusambandsins í fjárhagsvanda ólíkt Evrópska stöðugleikakerfinu sem ætlað er að aðstoða evruríkin lendi þau í efnahagsvandræðum. Lán til Í...

Ef EES-reglugerð er vitlaust þýdd, gildir þá ranga þýðingin?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Ef EES-reglugerð er innleidd í íslensk lög í rangri þýðingu hvort gildir þá upprunalega reglugerðin eða ranga íslenska þýðingin? Lögfræði, líkt og margar aðrar fræðigreinar, leggur mikið upp úr skýringu hugtaka. Úrlausn dómsmála sem varða mikilsverða hagsmuni getur ...

Landamærastofnun Evrópu

Landamærastofnun Evrópu (e. European Agency for the Management of Operational Cooperation at the External Borders of the Member States of the European Union), einkum þekkt undir nafninu FRONTEX (fr. frontières extérieures), var stofnuð árið 2004 með reglugerð ráðsins nr. 2007/2004. Hún hóf starfsemi árið 2005 og h...

Mundi ESB-aðild breyta því hvernig tekið yrði á því ef nýr fiskistofn gengi inn í íslenska fiskveiðilögsögu? Hefði verið betra eða verra í núverandi makríldeilu að vera aðili að ESB?

Svarið við fyrri spurningunni er já. Aðild að Evrópusambandinu mundi breyta því hvernig tekið yrði á því ef nýir fiskistofnar tækju að ganga inn í íslenska lögsögu. Það á jafnt við ef nýr fiskistofn gengi inn í íslenska lögsögu úr lögsögu aðildarríkis Evrópusambandsins, úr lögsögu ríkis utan Evrópusambandsins (oft...

Er það vegna reglugerðar frá ESB eða landbúnaðarráðuneytinu á Íslandi sem ekki má lengur versla með hefðbundið amerískt Cocoa Puffs?

Eftir því sem Evrópuvefurinn kemst næst á ákvörðunin um að flytja inn nýja tegund Cocoa Puffs á íslenskan markað rætur sínar að rekja til ákvæða um rekjanleika og merkingar erfðabreyttra matvæla í nýlegri íslenskri reglugerð. Í Bandaríkjunum þar sem Cocoa Puffs-morgunkornið, sem Íslendingar þekkja best, er framle...

Hvernig eru ákvarðanir um beitingu refsiaðgerða teknar á vettvangi Evrópusambandsins?

Valdheimildir Evrópusambandsins til að grípa til refsiaðgerða eru skilgreindar í 29. grein sáttmálans um Evrópusambandið og í 75. og 215. grein sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins. Það er ráð Evrópusambandsins sem tekur ákvarðanir um beitingu refsiaðgerða og aukinn meirihluta fulltrúa ráðsins þarf fyrir þe...

Hvetur ESB til einkaframtaks með stuðningi við fyrirtæki?

Evrópusambandið leggur áherslu á að skapa hagstætt umhverfi á innri markaði fyrir einkaframtak og nýsköpun. Meðal annars tryggir löggjöf ESB smáfyrirtækjum aðgang að ríkisaðstoð og styrkjum, einkum í gegnum byggðastefnu Evrópusambandsins, en smá og meðalstór fyrirtæki eru 99% allra fyrirtækja í ESB og því afar m...

Hversu mikið af heimilaðri veiði á ári hverju fengju togarar ESB að veiða í íslenskri landhelgi gengi Ísland í Evrópusambandið?

Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB veitir öllum aðildarríkjum jafnan aðgang að hafsvæðum sambandsins. Þessi regla sætir þó takmörkunum og veitir ekki jafnan aðgang að veiðum. Ákvarðanir um heildarafla og veiðiheimildir einstakra aðildarríkja eru teknar af landbúnaðar- og sjávarútvegsráðinu á grundvelli reglunnar ...

Mætti fólk yngra en 18 ára vinna ef við göngum í ESB?

Já, einstaklingar yngri en 18 ára mættu vinna ef Ísland gengi í Evrópusambandið. Sem aðili að EES-samningnum hefur Ísland þegar tekið upp í íslenskan rétt afleiddar gerðir Evrópusambandsins á sviði vinnumála, þeirra á meðal tilskipun sambandsins um vinnuvernd ungmenna. Í henni eru gerðar lágmarkskröfur til aðildar...

Er hægt að loka samningskafla í aðildarviðræðum við ESB án þess að umsóknarríki sé búið að uppfylla kröfur um upptöku regluverks og annað?

Í stuttu máli er svarið nei. Það er ekki hægt að loka samningskafla í aðildarviðræðum við ESB án þess að umsóknarríki sé búið að uppfylla kröfur um upptöku regluverks sambandsins og annað. Til grundvallar aðildarviðræðum við Evrópusambandið liggja réttarreglur sambandsins og að meginreglu þarf sérhvert umsóknarrík...

Ég sat í veiðikofa um daginn eftir rólegan rjúpnadag og þá var fullyrt að við inngöngu í ESB mundu veiðar á rjúpu og svartfugli verða bannaðar. Er þetta rétt?

Hugsanleg innganga Íslands í ESB mun engu breyta um veiðar á rjúpu hér á landi. Öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins er heimilt að leyfa veiðar á rjúpu á yfirráðasvæði sínu en aðildarríki hafa leyfi til að kveða á um strangari verndarákvæði. Íslensk stjórnvöld gætu þess vegna áfram ákveðið hvort og hvenær veiðar ...

Eru vísitölutengd skuldabréf ekki afleiður og falla þar með undir lög um verðbréfaviðskipti?

Vísitölutenging skuldabréfa breytir þeim ekki í afleiður. Skuldabréf er ein tegund verðbréfa, og verðbréf og afleiður eru ólíkar tegundir fjármálagerninga. Lög um verðbréfaviðskipti ná ekki yfir lán sem veitt eru með þeim hætti að viðskiptavinur gefur út skuldabréf þar sem hann skuldbindur sig til að endurgreiða l...

Hvernig er byggðastefna ESB framkvæmd?

Byggðastefnu Evrópusambandsins (e. Regional Policy) er ætlað að auka jafnvægi milli svæða og efla efnahagslega og félagslega samheldni innan sambandsins (174. gr. sáttmálans um starfshætti ESB). Byggðastefnan er framkvæmd með styrkjum úr uppbyggingarsjóðum sambandsins (e. Structural Funds) sem eiga meðal annars að...

Getur Evrópusambandið beitt sér gegn andlýðræðislegri þróun í aðildarríki eins og í Ungverjalandi nú?

Með inngöngu í Evrópusambandið skuldbinda aðildarríkin sig til að verja grundvallargildi sambandsins. Þar að auki heita þau því að fara að öllum núverandi lögum sambandsins sem og þeim lögum sem samþykkt verða í framtíðinni. Að þessu leyti er aðildarríkjum ESB ekki heimilt að afgreiða hvaða lög sem er sem njóta st...

Verður leyfilegt að flytja inn hross frá öðrum löndum ef við göngum í ESB?

Sem aðili að Evrópska efnahagssvæðinu hefur Ísland fengið undanþágur frá öllum reglum sem gilda á svæðinu um frjálsa för lifandi dýra til landsins. Í yfirstandandi samningaviðræðum við ESB um aðild að sambandinu er sóst eftir því að þessum undanþágum verði viðhaldið. Rökin fyrir því eru sterk, eins og rakið er nán...

Leita aftur: