Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að löggjöf - 110 svör fundust
Niðurstöður

Ríkjahópur gegn spillingu

Ríkjahópur gegn spillingu (e. Group of States against Corruption, GRECO) var stofnaður árið 1999 af Evrópuráðinu og hefur aðsetur í Strassborg í Frakklandi. Markmið hópsins er að bæta getu aðildarríkjanna til að berjast gegn spillingu og fylgjast með því að framkvæmd varna gegn spillingu sé í samræmi við áherslur ...

Hefur ESB krafið Ísland um aðlögun að regluverki sambandsins á sviði landbúnaðar og dreifbýlisþróunar?

ESB hefur sett fram kröfur um að íslensk stjórnvöld leggi fram áætlun um innleiðingu á lögum og reglum ESB á sviði landbúnaðar og dreifbýlisþróunar. Deilt er um hvort þessar kröfur feli í raun í sér kröfur um aukna aðlögun að regluverki ESB, áður en aðild hefur verið samþykkt. Sambandið gerði kröfur sínar kunnar í...

Hversu hátt hlutfall af lögum aðildarríkja kemur frá ESB?

Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum Evrópusambandsins á löggjöf í aðildarríkjunum. Niðurstöður slíkra rannsókna er hins vegar erfitt að bera saman þar sem ólíkar forsendur liggja þeim iðulega til grundvallar. Í fyrsta lagi eru áhrif ESB skilgreind á mismunandi hátt. Í flestum tilfellum er orðið aðeins not...

Tilskipun

Tilskipun (e. directive) er ein tegund afleiddrar löggjafar Evrópusambandsins. Tilskipanir eru bindandi fyrir þau aðildarríki sem þeim er beint til, að því er markmið þeirra varðar. Yfirvöldum í hverju ríki er í sjálfsvald sett á hvern hátt og með hvaða leiðum þeim markmiðum er náð. ...

Reglugerð

Reglugerð (e. regulation) er ein tegund afleiddrar löggjafar Evrópusambandsins. Reglugerðir eru bindandi í heild sinni og gilda í öllum aðildarríkjunum án þess að vera innleiddar í landslög. Þær hafa þannig það sem kallað er bein lagaáhrif. ...

Ákvörðun

Ákvörðun (e. decision) er ein tegund afleiddrar löggjafar Evrópusambandsins. Ákvörðunum svipar til reglugerða að því leyti að þær eru bindandi í heild sinni. Þegar tilgreint er í ákvörðun til hverra henni er beint er hún einungis bindandi fyrir viðkomandi....

Hvaða leiðir eru hentugastar fyrir Evrópusambandið til að ná fram málum í andstöðu við einstök smáríki innan sambandsins?

Sáttmálum Evrópusambandsins og skilmálum aðildarsamninga einstakra ríkja er aldrei hægt að breyta nema með samþykki allra aðildarríkjanna og með fullgildingu samkvæmt stjórnskipunarreglum hvers og eins ríkis. Með setningu afleiddrar löggjafar, svo sem reglugerðar eða tilskipunar, er hins vegar vel mögulegt að mál ...

Hversu mikið af heimilaðri veiði á ári hverju fengju togarar ESB að veiða í íslenskri landhelgi gengi Ísland í Evrópusambandið?

Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB veitir öllum aðildarríkjum jafnan aðgang að hafsvæðum sambandsins. Þessi regla sætir þó takmörkunum og veitir ekki jafnan aðgang að veiðum. Ákvarðanir um heildarafla og veiðiheimildir einstakra aðildarríkja eru teknar af landbúnaðar- og sjávarútvegsráðinu á grundvelli reglunnar ...

Hvernig innleiðir Ísland tilskipanir og annað frá ESB?

Þar sem reglurnar um bein réttaráhrif og bein lagaáhrif eru ekki hluti af EES-samningnum verður löggjöf ESB aðeins hluti af íslensku réttarkerfi með milligöngu Íslands. 7. gr. EES-samningsins skuldbindur EFTA/EES-ríkin til að innleiða afleidda löggjöf frá ESB sem fellur innan sviðs EES-samningsins. Í greininni ...

Geta tilskipanir ESB tekið gildi á Íslandi án þess að vera samþykktar af hérlendum yfirvöldum?

Í 7. grein EES-samningsins er kveðið á um skyldu Íslands og annarra EFTA/EES-ríkja til að taka afleidda löggjöf Evrópusambandsins, reglugerðir og tilskipanir, upp í landsrétt sinn á þeim sviðum sem EES-samningurinn nær til. Engar gerðir Evrópusambandsins verða þó skuldbindandi að íslenskum rétti nema með samþykki ...

Er rétt að ekki sé leyfilegt að vera á stærri dekkjum en 35" í ESB?

Það er fátt sem bendir til þess að stórir hjólbarðar, sem ætlaðir eru til aksturs utan vega eða í einhvers konar torfæru, verði bannaðir ef til aðildar Íslands að Evrópusambandinu kemur. Tvær ástæður eru fyrir þessu. Sú fyrri er að engar sameiginlegar reglur virðast gilda um stærðartakmarkanir á hjólbörðum innan s...

Hver er afstaða ESB til framandi gæludýra eins og gíraffa, rassapa eða bavíana?

Evrópusambandið hefur ekki tekið afstöðu til eignarhalds á framandi gæludýrum eins og gíraffa og bavíana og ekki eru til Evrópureglur um slíkt. Aðildarríkin hafa því ákvörðunarvald um hvaða reglur skuli gilda á þessu sviði og eru reglurnar mjög mismunandi eftir löndum. Mörgum þykir það miður og hafa kallað eftir s...

Í Morgunblaðinu birtist nýlega frétt um að Evrópusambandið hefði bannað ensku fyrirtæki að greiða hærra tímakaup en lágmarkslaun. Er þetta rétt?

Eftir því sem Evrópuvefurinn kemst næst er frétt Morgunblaðsins að mestu rétt. Á hinn bóginn er ekki alveg rétt farið með efni hennar í spurningunni hér að ofan. Þannig hafa engar fréttir verið sagðar af því að Evrópusambandið hafi bannað ensku fyrirtæki að greiða hærra tímakaup en lágmarkslaun heldur hafi bresk s...

Hvaða samningskaflar, í viðræðunum við ESB, heyra undir EES-samninginn og hvað stendur út af?

Löggjöf ESB skiptist í 35 kafla og er samið um 33 þeirra á meðan aðildarviðræður standa yfir milli Evrópusambandsins og umsóknarríkis. Framkvæmdastjórn ESB hefur metið það svo að 21 kafli af þessum 35 heyri undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið; 10 kaflar að öllu leyti og 11 kaflar að stórum hluta. *** ...

Eineðli

Svonefnd eineðlisríki líta svo á að reglur landsréttar og þjóðaréttar séu eitt og sama fyrirbærið, en í tvíeðlisríkjum eru reglurnar aðskildar. Af því leiðir að reglur þjóðréttarsamninga eineðlisríkja verða sjálfkrafa hluti landsréttar um leið og þeir eru fullgiltir líkt og um innlenda löggjöf væri að ræða. Reglur...

Leita aftur: