Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að leyfi - 40 svör fundust
Niðurstöður

Hvenær og hvers vegna var NATO stofnað og hvaða tilgangi gegnir það í dag?

Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) var stofnað árið 1949 af tólf ríkjum í Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu. Stofnsáttmáli bandalagsins, sem var undirritaður 4. apríl 1949, kveður á um að NATO-ríkin skuldbinda sig til að "standa vörð um frelsi, sameiginlega arfleifð og borgaraleg gildi þjóða sinna, sem byggð eru á ...

Er ekki rétt skilið að tollar á vörum milli ESB-ríkja falla niður við inngöngu í ESB, til dæmis þegar vara er pöntuð á Netinu?

Jú, þetta er rétt skilið. Innflutningstollar á vörum sem fluttar eru inn til landsins frá ESB-ríkjum mundu falla niður við aðild Íslands að ESB, það er að segja þeir tollar sem ekki hafa verið afnumdir nú þegar með EES-samningnum. Þetta gildir hvort sem vörurnar eru pantaðar á Netinu, í gegnum síma eða einstakling...

Er hægt að senda kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu á móðurmálinu og hvernig á að standa að kærunni?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er hægt að senda kæru til mannréttindadómstóla á móðurmálinu? Hvernig á að standa að kæru? Sá mannréttindadómstóll sem hefur langmesta þýðingu fyrir okkur á Íslandi er Mannréttindadómstóll Evrópu og er svar þetta því skrifað út frá gildandi reglum hans. Mannréttindadóm...

Hvernig aflar maður sér fjár 12 ára?

Á Íslandi er börnum yngri en 13 ára almennt bannað að vinna. Börn undir þeim aldri mega þó vinna við heimilisaðstoð á einkaheimilum og í fjölskyldufyrirtækjum, ef um er að ræða létt verk sem vara í skamman tíma og teljast hvorki skaðleg né hættuleg börnum. Einnig er heimilt að ráða börn undir 13 ára aldri til að t...

Hvenær var heiminum fyrst skipt upp í heimsálfur?

Elsta dæmið um skiptingu heimsins í álfur er hjá Hekataiosi frá Míletos á 6. öld f.Kr. en hjá honum voru álfurnar tvær, Evrópa og Asía.1 Á dögum Heródótosar sagnaritara var hins vegar heiminum skipt í þrennt, Evrópu, Asíu og Líbýu.2 Líklega hafði Heródótos nokkur áhrif á að þrískiptingin varð ríkjandi til að lýsa ...

Hvaða fornu heimildir segja frá goðsögunni um Evrópu?

Vísað er til goðsagnar um Evrópu í elstu varðveittu hetjuljóðum Grikkja, sem eignuð eru hinum fornu höfuðskáldum Hómer og Hesíodosi.1 Í varðveittu kvæði um uppruna guðanna telur Hesíodos Evrópu meðal afkvæma guðsins Okeanosar. 2 Þau voru sett skör lægra en Ólympsguðir í stigveldi grískrar goðafræði. Þessi hugmynd ...

Hverjir eru möguleikar lögmanns, sem er menntaður á Íslandi, á að vinna innan Evrópska efnahagssvæðisins? Breytist það við inngöngu í ESB?

Fyrir lögmann, sem er menntaður á Íslandi, eru tvær leiðir til að veita lögmannsþjónustu í öðru landi innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Annars vegar getur hann veitt lögmannsþjónustu í öðru aðildarríki (gistiríki) undir starfsheiti heimalands síns og hins vegar getur hann fengið leyfi til að nota lögmannstit...

Hvernig eru lögin á Íslandi í sambandi við litmerkibyssur og hvernig eru þau á Norðurlöndunum og hjá Evrópusambandinu?

Á Íslandi gilda reglur um litmerkibyssur (e. paintball guns eða markers) sem settar voru af dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 26. júní árið 2000. Reglurnar taka meðal annars til þess hvar megi nota litmerkibyssur, hverjir megi nota þær og hvernig vörslu þeirra skuli háttað. Á hinum Norðurlöndunum er að finna svipaðar...

Um hvað snerust bananastríð Evrópu og Bandaríkjanna?

Bananastríð Evrópusambandsins og Bandaríkjanna er hugtak sem notað er um deilur vegna tolla sem lagðir voru á innflutta banana í ESB. Evrópusambandið hafði afnumið tolla á innflutta banana frá AKK-löndunum til að efla þróun í þeim löndum. Þetta voru Bandaríkin ekki ánægð með, enda stjórna bandarísk fjölþjóðafyrirt...

Mun áfengisverð lækka ef við göngum í ESB?

Það er fátt sem bendir til þess. Núgildandi íslenskar reglur um álögur á áfengi eru í samræmi við reglur Evrópusambandsins og mundi áfengisverð því ekki lækka af þeim sökum. Þá eru allar líkur taldar á því að Ísland gæti samið um að viðhalda ríkiseinkasölu á áfengi, á grundvelli fordæma sem gefin voru í aðildarvið...

Hvernig beitir ESB sér gegn stríðsátökunum í Sýrlandi?

Evrópusambandið hefur opinberlega fordæmt stríðsátökin í Sýrlandi og beitt sér fyrir að friður komist á þar í landi. Um leið hefur sambandið stutt uppreisnarmenn í Sýrlandi og beitt ýmsum þvingunaraðgerðum gegn sýrlenskum stjórnvöldum. Þar má helst nefna vopnasölubann sem hefur mikið verið til umræðu innan samband...

Hvernig er hægt að túlka goðsöguna um Evrópu?

Þegar á 5. öld hafði sagnaritarinn Heródótos skýrt söguna um brottnám Evrópu frá Fönikíu sem táknsögu. Kríteyingar hefðu rænt Evrópu sem lið í verslunardeilu. Taldi Heródótos að Trójumenn hefðu rænt Helenu, eiginkonu Menelásar konungs í Spörtu, í hefndarskyni og tengdi þannig söguna um brottnám Evrópu við goðsögni...

Er eitthvað til í því að í Evrópusambandinu sé bannað að nota kaffi til að drepa snigla?

Í Evrópusambandinu gilda strangar reglur um svonefnd plöntuvarnarefni, sem eru meðal annars notuð til að vernda plöntur gegn skaðlegum lífverum, en þau má hvorki setja á markað né nota nema að fengnu markaðsleyfi í aðildarríkjum ESB. Það er því óheimilt að framleiða vöru sem inniheldur kaffi/kaffikorg/koffín og ma...

Standast heilsuræktarstöðvar sem einungis eru ætlaðar öðru kyninu lög og reglur Evrópusambandsins um jafnrétti kynjanna?

Jafnrétti kynjanna er grundvallarregla í Evrópusambandinu. Mismunun á grundvelli kyns, hvort sem hún er bein eða óbein, er því almennt bönnuð í aðildarríkjum þess. Evrópusambandið hefur samþykkt ýmsar tilskipanir til að berjast gegn mismunun kynjanna og tryggir ein þeirra meðal annars jafna meðferð karla og kvenna...

Er það rétt að auglýsingar á borð við „Veljum íslenskt“ verði bannaðar ef við göngum í ESB?

Nei, Evrópusambandið mun ekki banna auglýsingar eins og spyrjandi nefnir. Ástæðan er sú að slíkar auglýsingar á vegum íslenska ríkisins væru nú þegar óheimilar því að þær mundu brjóta gegn reglunni um frjáls vöruviðskipti á Evrópska efnahagssvæðinu, sem Ísland tilheyrir nú þegar. Einkaaðilar eru hins vegar að jafn...

  • Síða nr. 1 2 3

Leita aftur: