Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að e-s%EF%BF%BD%EF%BF%BDgarettur - 522 svör fundust
Niðurstöður

Hvaða áhrif myndi aðild að ESB hafa á heimildir til skotveiða á Íslandi?

Um vernd villtra fugla er fjallað í svokallaðri fuglatilskipun Evrópusambandsins nr. 2009/147. Markmið tilskipunarinnar er að tryggja vernd allra fuglategunda sem eiga náttúruleg heimkynni á yfirráðasvæði aðildarríkja ESB. Hvert aðildarríki skal tryggja að stofnstærðir tegunda séu ásættanlegar og grípa til ráðs...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í október 2013?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru þetta tíu vinsælustu svör októbermánaðar árið 2013 á Evrópuvefnum: Hvað táknar CE-merking á vörum, er það sérstakur evrópskur gæðastimpill? Mannréttindasáttmáli Evrópu Hvað verður um landbúnað Íslendinga ef við göngum í ESB? Helstu sáttmálar ESB Hver eru OECD-ríkin og hva...

Eru mörg Evrópulönd á móti því að Ísland fái aðild að ESB?

Erfitt er að vita fyrir víst hvort einhver einstök Evrópulönd hafi verið eða séu opinberlega mótfallin aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Móttökur aðildarríkja ESB við umsókn Íslands voru almennt jákvæðar þrátt fyrir deilur Íslands við tiltekin aðildarríki um makrílveiðar og Icesave-reikningana. Þó er vita...

Hvernig samrýmist stefna Íslands og ESB í málefnum norðurslóða?

Á síðustu árum hafa norðurskautsríkin átta, Bandaríkin, Danmörk (vegna Grænlands), Finnland, Kanada, Ísland, Noregur, Svíþjóð og Rússland öll mótað sér stefnu um málefni norðurslóða. Mikilvægi svæðisins á heimsvísu hefur farið ört vaxandi á síðustu árum og því eru það ekki aðeins norðurskautsríkin sem hafa sýnt þv...

Getum við tekið upp evru ef við göngum í Evrópusambandið?

Ef Ísland gengur í Evrópusambandið mun það geta tekið upp evruna sem gjaldmiðil að uppfylltum tilteknum efnahagslegum viðmiðunum um samleitni (Maastricht-skilyrðunum). Skilyrðin lúta að meginþáttum efnahagsmála: verðbólgu, vöxtum, stöðugleika í gengismálum auk afkomu hins opinbera og skuldum þess. *** Aðilda...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í september 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru þetta tíu vinsælustu svör septembermánaðar árið 2012 á Evrópuvefnum: Af hverju hefur Evrópusambandið bannað hefðbundnar ljósaperur? Ættu Íslendingar að taka upp evruna? Er eitthvað til í því að í Evrópusambandinu sé bannað að nota kaffi til að drepa snigla? Hverjar yrðu hels...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í mars 2013?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru þetta tíu vinsælustu svör marsmánaðar árið 2013 á Evrópuvefnum: Af hverju er Ísland ekki aðili að Geimvísindastofnun Evrópu? Er það rétt sem haldið hefur verið fram í áberandi auglýsingum að lántakandi í „Evrulandi“ árið 2006 skuldi nú aðeins um þriðjung þess sem sá skuldar ...

Af hverju voru stofnríki Evrópusamstarfsins ekki fleiri en þessi sex?

Kola- og stálbandalagið var stofnað árið 1952 en Kjarnorkubandalag Evrópu og Efnahagsbandalag Evrópu voru stofnuð árið 1958. Sex ríki, Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg og Vestur-Þýskaland, stofnuðu þessi þrjú bandalög sem runnu síðar saman í Evrópusambandið. Þessi sex ríki áttu margt sameiginlegt á...

Reglur um athugasemdir á Evrópuvefnum

Tilgangur Evrópuvefsins er, samkvæmt þjónustusamningi, að veita hlutlægar upplýsingar um Evrópusambandið og Evrópumál. Jafnframt viljum við gjarnan stuðla að skynsamlegri umræðu og bjóðum hana velkomna. Málefnalegar athugasemdir við einstök svör, undir fullu nafni, eru velkomnar á Evrópuvefnum. Þær verða birtar...

Gilda sömu reglur um viðurkenningu á menntun í öllum aðildarríkjum ESB?

Í stuttu máli er svarið nei. Evrópusambandið fer ekki með valdheimildir til að setja reglur í menntamálum en það hefur heimildir til að stuðla að samvinnu aðildarríkjanna í þeim málaflokki. Viðurkenning menntunar innan Evrópusambandsins byggir á því að aðildarríki tekur sem gilda menntun sem nemandi hefur öðlast í...

Í Morgunblaðinu birtist nýlega frétt um að Evrópusambandið hefði bannað ensku fyrirtæki að greiða hærra tímakaup en lágmarkslaun. Er þetta rétt?

Eftir því sem Evrópuvefurinn kemst næst er frétt Morgunblaðsins að mestu rétt. Á hinn bóginn er ekki alveg rétt farið með efni hennar í spurningunni hér að ofan. Þannig hafa engar fréttir verið sagðar af því að Evrópusambandið hafi bannað ensku fyrirtæki að greiða hærra tímakaup en lágmarkslaun heldur hafi bresk s...

Hvernig mundu atvinnulausir græða á ESB-aðild?

Reglur Evrópusambandsins um samræmingu réttinda atvinnulausra í aðildarríkjunum hafa þegar verið innleiddar í íslensk lög á grundvelli EES-samningsins. Réttarstaða atvinnulausra mundi því ekki breytast við aðild Íslands að Evrópusambandinu. *** Réttur einstaklinga til frjálsrar farar, það er til að dvelja og...

Eru til fordæmi fyrir því að aðildarríki ESB hafi fengið varanlegar undanþágur frá ákvæðum Lissabon-sáttmálans?

Þónokkrar undanþágur voru veittar frá ákvæðum Lissabon-sáttmálans sem var undirritaður 13. desember 2007 og gekk í gildi 1. desember 2009. Þar er um að ræða undanþágur frá ákvæðum sáttmála Evrópusambandsins um grundvallarréttindi (Charter of Fundamental Rights), ákvæðum á sviði skattastefnu, og loks málefna er var...

Hverju breytir Lissabon-sáttmálinn í vægi aðildarríkja innan Evrópuþings og framkvæmdastjórnar?

Með Lissabon-sáttmálanum eykst vægi Evrópuþingsins í ákvarðanatöku Evrópusambandsins með því að ráðið (Council of the European Union, áður kallað ráðherraráð) og Evrópuþingið taka sameiginlega ákvarðanir á enn fleiri sviðum en áður. Þá felur sáttmálinn einnig í sér breytingar á fjölda og hlutföllum þingmanna á E...

Ef íslensk stjórnvöld mundu selja rafmagn um sæstreng til Evrópu mættu þau þá nota mismunandi gjaldskrár og rukka lægra verð af einstaklingum og fyrirtækjum hér á landi en í Evrópu?

Tekið skal fram strax í upphafi að íslensk stjórnvöld selja ekki rafmagn. Landsvirkjun, stærsta orkufyrirtæki landsins, er 100% í eigu íslenska ríkisins (0,1% félagsins er í eigu einkahlutafélags sem er 100% í eigu íslenska ríkisins en 99,9% félagsins eru í beinni eigu ríkisins) (lög um Landsvirkjun nr. 42/1983). ...

Leita aftur: