Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að aðild - 250 svör fundust
Niðurstöður

Í reglum ESB um aðild nýrra ríkja stendur feitletrað að ekki sé hægt að semja um lög og reglur sambandsins heldur sé aðeins verið að fara yfir hvernig og hvenær umsóknarríkið muni aðlaga sig að reglum sambandsins. Hefur Ísland fengið undanþágu frá þessari reglu?

Lagaákvæðið í sáttmálanum um Evrópusambandið, sem er grundvöllur samningaviðræðna við umsóknarríki, kveður hvorki á um að ekki sé hægt að semja um lög og reglur sambandsins né að aðildarviðræður snúist aðeins um aðlögun umsóknarríkis að reglum sambandsins. Á heimasíðu stækkunarsviðs framkvæmdastjórnar Evrópusamban...

Hefur ESB aðild áhrif á skatta?

Aðildarríki Evrópusambandsins fara sjálf með valdheimildir í eigin skattamálum enda er ákvörðun skatta mikilvægur hluti af fjárstjórnar- og fjárlagavaldi ríkja, sem algengt er að bundið sé í stjórnarskrá þeirra. ESB-ríkin hafa því til þessa fremur litið svo á að skattamál skuli vera á hendi löggjafans, það er þjóð...

Hefur ríki verið neitað um inngöngu í ESB? - Myndband

Já, Bretlandi var í tvígang neitað um inngöngu í Evrópusambandið áður en landið fékk aðild árið 1973. Bretar höfðu ekki sýnt því áhuga að taka þátt í Evrópusamstarfinu þegar því var komið á fót en snérist seinna hugur og sóttu um aðild árið 1962. Þáverandi Frakklandsforseti, Charles De Gaulle, beitti neitunarvaldi...

Hvernig gæti innganga í ESB haft áhrif á dreifbýl svæði eins og Austurland?

Rannsóknir á áhrifum ESB-aðildar á dreifbýl svæði eru af skornum skammti enn sem komið er en kunna að aukast á næstunni í tengslum við umsókn Íslands. Hægt er að segja fyrir um hvaða svið samfélagsins yrðu helst fyrir áhrifum en erfiðara er að segja fyrir um hve mikil þau yrðu eða hvort þau beri að telja jákvæð eð...

Eru mörg Evrópulönd á móti því að Ísland fái aðild að ESB?

Erfitt er að vita fyrir víst hvort einhver einstök Evrópulönd hafi verið eða séu opinberlega mótfallin aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Móttökur aðildarríkja ESB við umsókn Íslands voru almennt jákvæðar þrátt fyrir deilur Íslands við tiltekin aðildarríki um makrílveiðar og Icesave-reikningana. Þó er vita...

Hvað útskýrir ólíka nálgun Norðurlandanna gagnvart Evrópusambandinu?

Ófáar kenningar hafa verið smíðaðar til útskýringar á þeim ólíku leiðum sem Norðurlöndin hafa kosið sér í Evrópusamrunanum. Á meðal þess sem haldið hefur verið fram er að hagsmunir ráðandi atvinnuvega í löndunum hafi haft afgerandi áhrif á afstöðuna til aðildar að sambandinu. Aðrar kenningar útskýra ólíka nálgun N...

Hvaða hag og óhag hefur íslenskur landbúnaður af aðild að Evrópusambandinu? [Umræðusvar A]

Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að bera saman landbúnaðarstefnu ESB og Íslands með það að markmiði að greina áhrif aðildar að ESB á íslenskan landbúnað. Umfjöllun um efnið hefur þó oft verið lituð því hvað menn telja að fengist út úr aðildarsamningum við ESB á grundvelli sérstöðu landsins svo sem norðlægra...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í júlí 2013?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru þetta tíu vinsælustu svör júlímánaðar árið 2013 á Evrópuvefnum: Hvað táknar CE-merking á vörum, er það sérstakur evrópskur gæðastimpill? Hvað felst í Schengen-samstarfinu og þarf ég vegabréf til að ferðast innan Schengen-svæðisins? Er það rétt að Evrópusambandið standi í ve...

Fengu Norðmenn fullan aðildarsamning í bæði skiptin sem þeir sóttu um og höfnuðu aðild að ESB?

Í stuttu máli er svarið já. Í tvö þeirra fjögurra skipta sem Noregur hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu var aðildarviðræðum lokið með undirritun aðildarsamnings. Fullmótaður aðildarsamningur var lagður í þjóðaratkvæði árin 1972 og 1994 og í báðum tilvikum var honum hafnað. Úrslit kosninganna hafa einkum ver...

Stendur til að fleiri ríki fái aðild að EES-samningnum?

Undanfarin misseri hefur það verið til umræðu innan Evrópusambandsins að smáríkin Andorra, Mónakó og San Marínó verði þátttakendur í Evrópska efnahagssvæðinu með aðild að EES-samningnum eða fái aðgang að innri markaði Evrópusambandsins með samningi að fyrirmynd EES-samningsins. Þá hefur ESB einnig lagt til að Svis...

Af hverju sækir Ísland ekki um aðild að NAFTA í staðinn fyrir ESB? - Myndband

Af tveimur ástæðum er ólíklegt að íslensk stjórnvöld komi til með að sækja um aðild eða einhvers konar aukaaðild að Fríverslunarsamningi Norður-Ameríku. Annars vegar eru það skýrar kröfur Bandaríkjanna um niðurfellingu tolla af landbúnaðarafurðum, sem gera það að verkum að erfitt yrði að ná samningum sem samræmdus...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í október 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru þetta tíu vinsælustu svör októbermánaðar árið 2012 á Evrópuvefnum: Hvað eru IPA-styrkir og hverjir geta sótt um þá? Hverjar yrðu helstu breytingar fyrir Íslendinga, ef landið segði sig úr Schengen-samstarfinu? Fyrir hvað fær Evrópusambandið friðarverðlaun Nóbels? Helstu sátt...

Geta aðildarríki ESB gengið úr sambandinu?

Lengi var deilt um það hvort aðildarríkjum Evrópusambandsins væri heimilt að ganga úr sambandinu eða ekki. Með Lissabon-sáttmálanum frá 2009 voru hins vegar tekin af öll tvímæli um lagalegan rétt aðildarríkja til úrsagnar. Enginn vafi leikur þó á því að úrsögn aðildarríkis, sérstaklega evruríkis, yrði afar flókin ...

Hvað kemur fram í norsku skýrslunni um samband Noregs og ESB?

Í liðinni viku fékk utanríkisráðherra Noregs, Jonas Gahr Störe, afhenta 900 blaðsíðna langa skýrslu um samband Noregs og Evrópusambandsins, Utenfor og innenfor: Norges avtaler med EU. Skýrslan er árangur tveggja ára rannsóknarvinnu tólf fræðimanna, sem skipaðir voru í nefnd af norsku ríkisstjórninni. Nefndinni var...

Eru refa- og minkaveiðar ólöglegar samkvæmt reglum ESB?

Heimskautarefir (Vulpes lagopus, áður Alopex lagopus) eru friðaðir samkvæmt reglum Evrópusambandsins en í löndum sambandsins þar sem refir lifa, Svíþjóð og Finnlandi, eru þeir í útrýmingarhættu. Staða refsins í íslenskri náttúru er allt önnur því að ref hefur fjölgað á Íslandi undanfarna áratugi. Hvergi er hins ve...

Leita aftur: