Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að Maastricht-skilyrði - 150 svör fundust
Niðurstöður

Hafa oft verið haldnar þjóðaratkvæðagreiðslur í tengslum við Evrópusambandið?

Allt í allt er Evrópuvefnum kunnugt um að 44 ESB-tengdar þjóðaratkvæðagreiðslur hafi farið fram í samtals 24 löndum, aðildarríkjum ESB og öðrum Evrópuríkjum. Flestar ESB-tengdar þjóðaratkvæðagreiðslur hafa verið haldnar í Írlandi, 9 talsins, og í Danmörku, 7 talsins. Í átta aðildarríkjum hafa aldrei verið haldnar ...

Lissabon-sáttmálinn

(Lisbon Treaty) tók gildi árið 2009 eftir að Írar höfðu fellt hann árið 2008 en samþykkt hann síðan eftir breytingar. Sáttmálinn kom í stað stjórnarskrár sem Frakkar og Hollendingar felldu í þjóðaratkvæði árið 2005. Að formi til fjallar sáttmálinn um breytingar á Rómar- og Maastricht-sáttmálunum. Að efni til treys...

Gæti Ísland gengið í ESB án þess að taka upp evru? - Myndband

Aðildarríki Evrópusambandsins hafa skuldbundið sig til að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil sambandsins, evru, og mundi Ísland þurfa að gera það einnig ef við gerðumst aðili að sambandinu. Aðildarríkjum er á hinn bóginn í sjálfsvald sett hvenær þau gerast aðilar að gengissamstarfi Evrópu en tveggja ára þátttaka í ...

Evrópubandalagið

(European Community, EC), varð til (í eintölu) með Maastricht-sáttmálanum árið 1993 og mynduðu bandalögin þrjú, EB, EURATOM og Kola- og stálbandalagið, sameiginlega fyrstu stoðina (pillar) af þremur í Evrópusambandinu. − Áður höfðu þessi þrjú bandalög oft verið kölluð Evrópubandalög (í fleirtölu)....

Eru til traustar rannsóknir á því hvort efnahagslegur ávinningur hafi verið af evrusamstarfinu?

Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvaða mælikvarði er notaður á „efnahagslegan ávinning“. Hér verður notast við raunhagvöxt á mann, það er breytingar á landsframleiðslu á mann. Síðan evran var tekin upp árið 1999 hefur raunhagvöxtur á mann dregist saman í evrulöndunum. Óvíst er hins vegar hvort evrunni sé...

Maastricht-sáttmálinn

(Maastricht Treaty, einnig oft nefndur Treaty on European Union) var undirritaður í hollensku borginni Maastricht 7. nóvember 1992 og tók gildi ári síðar, þann 1. nóvember 1993. Oft talinn eitt stærsta skrefið í átt til samruna í Evrópu hingað til. Fól í sér meðal annars tímaáætlun um innleiðingu evrunnar og yfirl...

Hvers vegna hafa endurskoðendur ESB ekki viljað undirrita bókhald sambandsins?

Endurskoðunarréttur Evrópusambandsins ber ábyrgð á endurskoðun á reikningum ESB. Með Maastricht-sáttmálanum frá árinu 1992 var réttinum gert að láta Evrópuþinginu og ráðinu í té sérstaka yfirlýsingu um að reikningar væru réttir og að þau viðskipti, sem að baki þeim byggju, væru lögmæt og rétt að formi til. Í þeim...

Helstu stofnanir ESB

Leiðtogaráðið (European Council) er skipað leiðtogum aðildarríkjanna, yfirleitt forsætisráðherrum en til dæmis er Frakklandsforseti fulltrúi Frakka í ráðinu. Einnig situr í ráðinu sérstakur forseti sem undirbýr fundi þess, stýrir þeim og kemur fram í nafni ráðsins. Leiðtogaráðið heldur fundi allt að fjórum sinnum ...

Er rétt að Skotar hefðu þurft að taka upp evru ef þeir hefðu kosið sjálfstæði?

Ef Skotar hefðu kosið sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór 18. september 2014 hefðu komið upp fordæmislausar aðstæður bæði í Bretlandi og í Evrópusambandinu. Engin núgildandi bresk lög eða evrópskar reglur hefðu getað leyst úr öllum þeim úrlausnarefnum sem slík niðurstaða hefði haft í för með sér. Í hön...

Svæðanefndin

Svæðanefnd Evrópusambandsins (e. Committee of the Regions) var komið á fót með Maastricht-sáttmálanum árið 1994 í þeim tilgangi að efla aðkomu sveitarstjórna og annarra svæðisbundinna yfirvalda í aðildarríkjunum að ákvarðanatökuferli sambandsins. Svæðanefndin gegnir ráðgefandi hlutverki gagnvart Evrópuþinginu, fra...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í maí 2013?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru þetta tíu vinsælustu svör maímánaðar árið 2013 á Evrópuvefnum: Hversu leiðinlegt væri það ef við mundum klára aðildarsamning við ESB og þjóðin mundi hafna honum í þjóðaratkvæðagreiðslu? Hvaða Evrópulönd eru ekki í ESB og hvers vegna? Hver er munurinn á EFTA og ESB? Ef Ísl...

Helstu sáttmálar ESB

Parísar-sáttmálinn (Paris Treaty) frá 1952 lagði grunninn að stofnun Kola- og stálbandalagsins. Markmiðið var að koma í veg fyrir hernað og draga úr spennu á milli aðildarríkja þess eftir seinni heimsstyrjöldina. Rómarsáttmálarnir (Rome Treaties) frá árinu 1958 lögðu grunninn að stofnun Efnahagsbandalags Evróp...

Sameiginleg stefna í utanríkis- og öryggismálum

Sameiginlegri stefnu Evrópusambandsins í utanríkis- og öryggismálum (e. Common Foreign and Security Policy, CFSP) var komið á fót með Maastricht-sáttmálanum árið 1993. Hún myndaði upprunalega aðra stoðina í stoðaskipulaginu þangað til það var afnumið með gildistöku Lissabon-sáttmálans árið 2009. Sameiginlega st...

Efnahagsbandalag Evrópu

(European Economic Community, EEC), var stofnað með Rómarsáttmálanum árið 1957 ásamt Kjarnorkubandalaginu (EURATOM). Kola- og stálbandalagið starfaði áfram samhliða þessum nýju bandalögum en árið 1965 voru bandalögin þrjú tengd nánum böndum með svokölluðum Samrunasáttmála sem oft er kenndur við Brussel. Sameiginle...

Er hægt að meta áhrif upptöku evru á hagvöxt á Íslandi?

Já, það er hægt og hefur verið gert fyrir önnur lönd. Í mjög stuttu og almennu máli sýndu þær rannsóknir að evran sjálf virtist hafa takmörkuð eða hverfandi áhrif á hagvöxt. Það virðist sem megináhrifin séu í því falin að vera hluti sameiginlega markaðarins. *** Það hafa verið gerðar margar tilraunir til þes...

Leita aftur: